Sameining framhaldsskóla og útboð þjónustusamninga Ólafur Johnson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar