Ógreiðasemi Sjálfstæðisflokksins við skattgreiðendur – Fyrri hluti Gunnar Árnason skrifar 3. júlí 2017 09:45 Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur. Á einhver að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur? Umræddum predikunum fylgja þau rök að losa þurfi ríkið og skattgreiðendur undan þeirri áþján sem felst í því að ríkið standi að rekstri sem er svo óarðbær að Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast sínum verstu andstæðingum að lenda í slíkum hremmingum. Sé tekið mið af framansögðu ættu ríkisstjórnarflokkarnir að forgangsraða björgunaraðgerðum og skera óarðbæru einingarnar af fyrst. En því fer víðs fjarri. Rekstur Áfengisverslunar ríkisins er ekki óarðbær, og slíkur business er það reyndar hvergi á byggðu bóli. Rekstur flugvallarins á Reykjanesskaga, eina alvöru flugvallarins hér á landi, er ekki heldur óarðbær og íþyngjandi – hann bara vex og dafnar eins og áhugi fjármála- og forsætisráðherra á að selja hann. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, sem er í aðstöðu til að velja sér arðbær verkefni en nýtur engu að síður fallhlífar frá opinbera kerfinu, er fjarri því að vera glórulaus fjárfesting, að ógleymdri fyrirhugaðri sölu bankanna – á nýjan leik. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? – hvernig er forgangsröðuninni háttað? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að búið er að forgangsraða röngum lista – listanum yfir fýsilegustu kaupendurna hefur verið raðað upp samviskusamlega og áherslur þeirra og kröfur eru með þeim hætti, að listi hins opinbera yfir fyrirtæki sem mikið ríður á að losa sig við, er listi arðbærra fyrirtækja í eigu almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt selja frá hinu opinbera rekstur og fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna stöðuga framlegð, eru með sterka markaðsstöðu og eru jafnvel í töluverðum vexti.Níski karlinn í Spaugstofunni Og hverjir fylla listann, sem búið er að forgangsraða kaupendamegin? Hvaða áhættufælnu athafnamenn hafa áður farið fremst í flokki þegar seldir hafa verið hlutir í arðbærum fyrirtækjum í eigu hins opinbera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á allt of lágu verði og með greiðsluskilmálum sem líkjast meira greiðslufyrirkomulagi fyrir vinningshafa hjá Íslenskri getspá en hefðbundnum samningsskilmálum – ekki væri verra ef hægt er að greiða með fjármunum sem fylgja með í kaupunum, taka við hinu selda, greiða sér út arð áður en kemur að greiðslu kaupverðs, svona eins og níski karlinn í Spaugstofunni gerði í viðskiptaerindum forðum daga. En hann var að svindla og svíkja, það er ágreiningslaust. Þurfum við að rifja upp nýafstaðin viðskipti hins opinbera, þar sem hlutum í Borgun var úthlutað til valinna aðila, eða hvernig mál atvikuðust varðandi einkavæðingu bankanna á sínum tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er almenningur vaknaður af rotinu í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir Sjálfstæðisflokksins eiga náttúrlega ekkert að vera að vasast í því sem almenningur á, nema sitja við sama borð og aðrir, greiða fullt verð fyrir og fjármagna kaupin með eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið opinbera ekki að vera að vasast í rekstri sem er íþyngjandi og óarðbær og aðrir geta sinnt betur, er það eitthvert vafamál? Hvort um er að ræða bjarnargreiða við þjóðina eða bjarnargreiða við útvalda skal ósagt látið, en hvorugt er af hinu góða. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur. Á einhver að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur? Umræddum predikunum fylgja þau rök að losa þurfi ríkið og skattgreiðendur undan þeirri áþján sem felst í því að ríkið standi að rekstri sem er svo óarðbær að Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast sínum verstu andstæðingum að lenda í slíkum hremmingum. Sé tekið mið af framansögðu ættu ríkisstjórnarflokkarnir að forgangsraða björgunaraðgerðum og skera óarðbæru einingarnar af fyrst. En því fer víðs fjarri. Rekstur Áfengisverslunar ríkisins er ekki óarðbær, og slíkur business er það reyndar hvergi á byggðu bóli. Rekstur flugvallarins á Reykjanesskaga, eina alvöru flugvallarins hér á landi, er ekki heldur óarðbær og íþyngjandi – hann bara vex og dafnar eins og áhugi fjármála- og forsætisráðherra á að selja hann. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, sem er í aðstöðu til að velja sér arðbær verkefni en nýtur engu að síður fallhlífar frá opinbera kerfinu, er fjarri því að vera glórulaus fjárfesting, að ógleymdri fyrirhugaðri sölu bankanna – á nýjan leik. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? – hvernig er forgangsröðuninni háttað? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að búið er að forgangsraða röngum lista – listanum yfir fýsilegustu kaupendurna hefur verið raðað upp samviskusamlega og áherslur þeirra og kröfur eru með þeim hætti, að listi hins opinbera yfir fyrirtæki sem mikið ríður á að losa sig við, er listi arðbærra fyrirtækja í eigu almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt selja frá hinu opinbera rekstur og fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna stöðuga framlegð, eru með sterka markaðsstöðu og eru jafnvel í töluverðum vexti.Níski karlinn í Spaugstofunni Og hverjir fylla listann, sem búið er að forgangsraða kaupendamegin? Hvaða áhættufælnu athafnamenn hafa áður farið fremst í flokki þegar seldir hafa verið hlutir í arðbærum fyrirtækjum í eigu hins opinbera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á allt of lágu verði og með greiðsluskilmálum sem líkjast meira greiðslufyrirkomulagi fyrir vinningshafa hjá Íslenskri getspá en hefðbundnum samningsskilmálum – ekki væri verra ef hægt er að greiða með fjármunum sem fylgja með í kaupunum, taka við hinu selda, greiða sér út arð áður en kemur að greiðslu kaupverðs, svona eins og níski karlinn í Spaugstofunni gerði í viðskiptaerindum forðum daga. En hann var að svindla og svíkja, það er ágreiningslaust. Þurfum við að rifja upp nýafstaðin viðskipti hins opinbera, þar sem hlutum í Borgun var úthlutað til valinna aðila, eða hvernig mál atvikuðust varðandi einkavæðingu bankanna á sínum tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er almenningur vaknaður af rotinu í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir Sjálfstæðisflokksins eiga náttúrlega ekkert að vera að vasast í því sem almenningur á, nema sitja við sama borð og aðrir, greiða fullt verð fyrir og fjármagna kaupin með eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið opinbera ekki að vera að vasast í rekstri sem er íþyngjandi og óarðbær og aðrir geta sinnt betur, er það eitthvert vafamál? Hvort um er að ræða bjarnargreiða við þjóðina eða bjarnargreiða við útvalda skal ósagt látið, en hvorugt er af hinu góða. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun