Ógreiðasemi Sjálfstæðisflokksins við skattgreiðendur – Fyrri hluti Gunnar Árnason skrifar 3. júlí 2017 09:45 Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur. Á einhver að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur? Umræddum predikunum fylgja þau rök að losa þurfi ríkið og skattgreiðendur undan þeirri áþján sem felst í því að ríkið standi að rekstri sem er svo óarðbær að Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast sínum verstu andstæðingum að lenda í slíkum hremmingum. Sé tekið mið af framansögðu ættu ríkisstjórnarflokkarnir að forgangsraða björgunaraðgerðum og skera óarðbæru einingarnar af fyrst. En því fer víðs fjarri. Rekstur Áfengisverslunar ríkisins er ekki óarðbær, og slíkur business er það reyndar hvergi á byggðu bóli. Rekstur flugvallarins á Reykjanesskaga, eina alvöru flugvallarins hér á landi, er ekki heldur óarðbær og íþyngjandi – hann bara vex og dafnar eins og áhugi fjármála- og forsætisráðherra á að selja hann. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, sem er í aðstöðu til að velja sér arðbær verkefni en nýtur engu að síður fallhlífar frá opinbera kerfinu, er fjarri því að vera glórulaus fjárfesting, að ógleymdri fyrirhugaðri sölu bankanna – á nýjan leik. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? – hvernig er forgangsröðuninni háttað? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að búið er að forgangsraða röngum lista – listanum yfir fýsilegustu kaupendurna hefur verið raðað upp samviskusamlega og áherslur þeirra og kröfur eru með þeim hætti, að listi hins opinbera yfir fyrirtæki sem mikið ríður á að losa sig við, er listi arðbærra fyrirtækja í eigu almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt selja frá hinu opinbera rekstur og fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna stöðuga framlegð, eru með sterka markaðsstöðu og eru jafnvel í töluverðum vexti.Níski karlinn í Spaugstofunni Og hverjir fylla listann, sem búið er að forgangsraða kaupendamegin? Hvaða áhættufælnu athafnamenn hafa áður farið fremst í flokki þegar seldir hafa verið hlutir í arðbærum fyrirtækjum í eigu hins opinbera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á allt of lágu verði og með greiðsluskilmálum sem líkjast meira greiðslufyrirkomulagi fyrir vinningshafa hjá Íslenskri getspá en hefðbundnum samningsskilmálum – ekki væri verra ef hægt er að greiða með fjármunum sem fylgja með í kaupunum, taka við hinu selda, greiða sér út arð áður en kemur að greiðslu kaupverðs, svona eins og níski karlinn í Spaugstofunni gerði í viðskiptaerindum forðum daga. En hann var að svindla og svíkja, það er ágreiningslaust. Þurfum við að rifja upp nýafstaðin viðskipti hins opinbera, þar sem hlutum í Borgun var úthlutað til valinna aðila, eða hvernig mál atvikuðust varðandi einkavæðingu bankanna á sínum tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er almenningur vaknaður af rotinu í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir Sjálfstæðisflokksins eiga náttúrlega ekkert að vera að vasast í því sem almenningur á, nema sitja við sama borð og aðrir, greiða fullt verð fyrir og fjármagna kaupin með eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið opinbera ekki að vera að vasast í rekstri sem er íþyngjandi og óarðbær og aðrir geta sinnt betur, er það eitthvert vafamál? Hvort um er að ræða bjarnargreiða við þjóðina eða bjarnargreiða við útvalda skal ósagt látið, en hvorugt er af hinu góða. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur. Á einhver að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur? Umræddum predikunum fylgja þau rök að losa þurfi ríkið og skattgreiðendur undan þeirri áþján sem felst í því að ríkið standi að rekstri sem er svo óarðbær að Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast sínum verstu andstæðingum að lenda í slíkum hremmingum. Sé tekið mið af framansögðu ættu ríkisstjórnarflokkarnir að forgangsraða björgunaraðgerðum og skera óarðbæru einingarnar af fyrst. En því fer víðs fjarri. Rekstur Áfengisverslunar ríkisins er ekki óarðbær, og slíkur business er það reyndar hvergi á byggðu bóli. Rekstur flugvallarins á Reykjanesskaga, eina alvöru flugvallarins hér á landi, er ekki heldur óarðbær og íþyngjandi – hann bara vex og dafnar eins og áhugi fjármála- og forsætisráðherra á að selja hann. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, sem er í aðstöðu til að velja sér arðbær verkefni en nýtur engu að síður fallhlífar frá opinbera kerfinu, er fjarri því að vera glórulaus fjárfesting, að ógleymdri fyrirhugaðri sölu bankanna – á nýjan leik. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? – hvernig er forgangsröðuninni háttað? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að búið er að forgangsraða röngum lista – listanum yfir fýsilegustu kaupendurna hefur verið raðað upp samviskusamlega og áherslur þeirra og kröfur eru með þeim hætti, að listi hins opinbera yfir fyrirtæki sem mikið ríður á að losa sig við, er listi arðbærra fyrirtækja í eigu almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt selja frá hinu opinbera rekstur og fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna stöðuga framlegð, eru með sterka markaðsstöðu og eru jafnvel í töluverðum vexti.Níski karlinn í Spaugstofunni Og hverjir fylla listann, sem búið er að forgangsraða kaupendamegin? Hvaða áhættufælnu athafnamenn hafa áður farið fremst í flokki þegar seldir hafa verið hlutir í arðbærum fyrirtækjum í eigu hins opinbera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á allt of lágu verði og með greiðsluskilmálum sem líkjast meira greiðslufyrirkomulagi fyrir vinningshafa hjá Íslenskri getspá en hefðbundnum samningsskilmálum – ekki væri verra ef hægt er að greiða með fjármunum sem fylgja með í kaupunum, taka við hinu selda, greiða sér út arð áður en kemur að greiðslu kaupverðs, svona eins og níski karlinn í Spaugstofunni gerði í viðskiptaerindum forðum daga. En hann var að svindla og svíkja, það er ágreiningslaust. Þurfum við að rifja upp nýafstaðin viðskipti hins opinbera, þar sem hlutum í Borgun var úthlutað til valinna aðila, eða hvernig mál atvikuðust varðandi einkavæðingu bankanna á sínum tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er almenningur vaknaður af rotinu í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir Sjálfstæðisflokksins eiga náttúrlega ekkert að vera að vasast í því sem almenningur á, nema sitja við sama borð og aðrir, greiða fullt verð fyrir og fjármagna kaupin með eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið opinbera ekki að vera að vasast í rekstri sem er íþyngjandi og óarðbær og aðrir geta sinnt betur, er það eitthvert vafamál? Hvort um er að ræða bjarnargreiða við þjóðina eða bjarnargreiða við útvalda skal ósagt látið, en hvorugt er af hinu góða. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar