Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt? Svanur Kristjánsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar