Mikilvægt skref fyrir framtíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 06:00 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365, handsala samninginn. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason. Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
„Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason.
Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira