Í eldhúsi Evu: Laxa tacos Eva Laufey skrifar 3. júlí 2017 21:00 Laxinn tekur sig vel út í skeljunum. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að laxa tacos. Laxa tacos 600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt skorin ½ rauð paprika 1 stór tómatur, fínt skorinn 1 msk fínsaxaður kóríander safi og rifinn börkur af ½ límónu 1 tsk gróft salt Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar og kreistið safann úr límónunni yfir. Geymið salsa í kæli áður en þið berið það fram. Hitið tacoskeljar í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, þið getið auðvitað notað heilhveitivefjur líka. Berið laxinn fram í tacoskeljum og hellið vel af sósu yfir rétt áður en þið berið skeljarnar fram. Einföld kóríandersósa Handfylli kóríander 1-2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 dl sýrður rjómi Rifinn börkur af ¼ límónu Aðferð: Merjið kóríander og ólífuolíu í mortéli eða í matvinnsluvél, blandið kóríanderblöndunni saman við sýrða rjómann og rífið niður börk af límónu. Kryddið til með salti og pipar. Eva Laufey Lax Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að laxa tacos. Laxa tacos 600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt skorin ½ rauð paprika 1 stór tómatur, fínt skorinn 1 msk fínsaxaður kóríander safi og rifinn börkur af ½ límónu 1 tsk gróft salt Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar og kreistið safann úr límónunni yfir. Geymið salsa í kæli áður en þið berið það fram. Hitið tacoskeljar í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, þið getið auðvitað notað heilhveitivefjur líka. Berið laxinn fram í tacoskeljum og hellið vel af sósu yfir rétt áður en þið berið skeljarnar fram. Einföld kóríandersósa Handfylli kóríander 1-2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 dl sýrður rjómi Rifinn börkur af ¼ límónu Aðferð: Merjið kóríander og ólífuolíu í mortéli eða í matvinnsluvél, blandið kóríanderblöndunni saman við sýrða rjómann og rífið niður börk af límónu. Kryddið til með salti og pipar.
Eva Laufey Lax Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið