Merkel sýnir pólitísk klókindi varðandi hjónabönd samkynhneigðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:45 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. vísir/epa Þýska sambandsþingið samþykkt óvænt breytingar á hjúskaparlögum í dag sem heimila hjónaband samkynhneigðra. Angela Merkel kanslari greiddi atkvæði á móti og segir að hún hafi orðið fyrir umsátri í þinginu. Engu að síður sýnir hún mikil pólitísk klókindi í málinu. Angela Merkel og flokkur hennar Kristilegir demókratar eru í stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata, en kosið verður til þingsins hinn 24. september. Samkynhneigðir komu saman við sambandsþingið og fögnuðu í dag. Kristilegir demókratar hafa lagst gegn hjónabandi samkynhneigðra hingað til en staðfest samvist hefur verið í lögum í mörg ár. Í viðtali frami fyrir áhorfendum við kvennatímaritið Bigitte á mánudag, svaraði Merkel spurningu frá Ulli Koeppe, 28 ára samkynhneigðum manni sem rúllaði boltanum af stað, um málið. „Valdamesti einstaklingur landsins sat í um 2 metra fjarlægð frá mér og þegar stjórnandi umræðna bauð upp á spurningar úr sal, vildi ég koma með spurningu frá mínum sjónarhóli. Ég vildi bara fá svar fyrir sjálfan mig án þess kannski að hrinda af stað þessari bylgju,“ segir Koeppe. Merkel svaraði að hún leggðist ekki lengur gegn því flokksmenn hennar greiddu atkvæði án flokksaga í frjálsri atkvæðagreiðslu á sambandsþinginu um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra.Góð ákvörðun fyrir þjóðina Sósíaldemókratar tóku kanslarann á orðinu og á síðasta degi þingsins fyrir kosningar var tillaga þeirra samþykkt með 393 atkvæðum gegn 226 og fjórir sátu hjá. Thomas Oppermann þingflokksformaður Sósíaldemókrata var að vonum ánægður. „Sú ákvörðun sem við tökum í dag er kannski ekki góð fyrir stjórnarsamstarfið en hún er góð fyrir þjóðina,“ sagði Oppermann. Þingmenn fögnuðu að lokinni atkvæðagreiðslu eins og áhorfendur á þingpöllum. Merkel segist hafa orðið fyrir pólitísku umsátri í þinginu og að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði hún að í hennar huga væri hjónaband milli karls og konu og því hafi hún greitt atkvæði á móti breytingunni. En umræða um málið í landinu hafi verið löng og tilfinningaþrungin.Leiðir vonandi samheldni og frið „Þetta á einnig við um mig persónulega. Af þeim sökum vona ég að atkvæðagreiðslan í dag auki ekki aðeins virðingu fólks fyrir ólíkum skoðunum heldur stuðli einnig að aukinni félagslegri samheldni og friði,“ sagði kanslarinn við fréttamenn að atkvæðagreiðslunni lokinni. Hins vegar er ljóst að með þessu útspili hefur Merkel sýnt mikil pólitísk klókindi. Hún hefur róað báða vængi í eigin flokki og friðað aðra flokka sem allir utan hægri öfgaflokksins Alternative höfðu útilokað stjórnarsamstarf við flokk Merkel ef lög um hjónabönd samkynhneigðra yrðu ekki samþykkt, sem 83 prósent þjóðarinnar styður. Mikil gleði ríkti í fjölmennum hópi fyrir utan sambandsþingið og sagði Soern Landmann baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra þetta sögulega stund. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Þýskaland. Þúsundir para af sama kyni öðluðust jafnrétti í dag og bundinn var endi á tvískipta flokkun í ástarmálum,“ sagði Landmann. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þýska sambandsþingið samþykkt óvænt breytingar á hjúskaparlögum í dag sem heimila hjónaband samkynhneigðra. Angela Merkel kanslari greiddi atkvæði á móti og segir að hún hafi orðið fyrir umsátri í þinginu. Engu að síður sýnir hún mikil pólitísk klókindi í málinu. Angela Merkel og flokkur hennar Kristilegir demókratar eru í stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata, en kosið verður til þingsins hinn 24. september. Samkynhneigðir komu saman við sambandsþingið og fögnuðu í dag. Kristilegir demókratar hafa lagst gegn hjónabandi samkynhneigðra hingað til en staðfest samvist hefur verið í lögum í mörg ár. Í viðtali frami fyrir áhorfendum við kvennatímaritið Bigitte á mánudag, svaraði Merkel spurningu frá Ulli Koeppe, 28 ára samkynhneigðum manni sem rúllaði boltanum af stað, um málið. „Valdamesti einstaklingur landsins sat í um 2 metra fjarlægð frá mér og þegar stjórnandi umræðna bauð upp á spurningar úr sal, vildi ég koma með spurningu frá mínum sjónarhóli. Ég vildi bara fá svar fyrir sjálfan mig án þess kannski að hrinda af stað þessari bylgju,“ segir Koeppe. Merkel svaraði að hún leggðist ekki lengur gegn því flokksmenn hennar greiddu atkvæði án flokksaga í frjálsri atkvæðagreiðslu á sambandsþinginu um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra.Góð ákvörðun fyrir þjóðina Sósíaldemókratar tóku kanslarann á orðinu og á síðasta degi þingsins fyrir kosningar var tillaga þeirra samþykkt með 393 atkvæðum gegn 226 og fjórir sátu hjá. Thomas Oppermann þingflokksformaður Sósíaldemókrata var að vonum ánægður. „Sú ákvörðun sem við tökum í dag er kannski ekki góð fyrir stjórnarsamstarfið en hún er góð fyrir þjóðina,“ sagði Oppermann. Þingmenn fögnuðu að lokinni atkvæðagreiðslu eins og áhorfendur á þingpöllum. Merkel segist hafa orðið fyrir pólitísku umsátri í þinginu og að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði hún að í hennar huga væri hjónaband milli karls og konu og því hafi hún greitt atkvæði á móti breytingunni. En umræða um málið í landinu hafi verið löng og tilfinningaþrungin.Leiðir vonandi samheldni og frið „Þetta á einnig við um mig persónulega. Af þeim sökum vona ég að atkvæðagreiðslan í dag auki ekki aðeins virðingu fólks fyrir ólíkum skoðunum heldur stuðli einnig að aukinni félagslegri samheldni og friði,“ sagði kanslarinn við fréttamenn að atkvæðagreiðslunni lokinni. Hins vegar er ljóst að með þessu útspili hefur Merkel sýnt mikil pólitísk klókindi. Hún hefur róað báða vængi í eigin flokki og friðað aðra flokka sem allir utan hægri öfgaflokksins Alternative höfðu útilokað stjórnarsamstarf við flokk Merkel ef lög um hjónabönd samkynhneigðra yrðu ekki samþykkt, sem 83 prósent þjóðarinnar styður. Mikil gleði ríkti í fjölmennum hópi fyrir utan sambandsþingið og sagði Soern Landmann baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra þetta sögulega stund. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Þýskaland. Þúsundir para af sama kyni öðluðust jafnrétti í dag og bundinn var endi á tvískipta flokkun í ástarmálum,“ sagði Landmann.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira