Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar eðlilegt og hún hafi unnið sitt verk Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:38 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira