Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar eðlilegt og hún hafi unnið sitt verk Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:38 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira