Handbolti

Aron: Verður gaman að prófa að búa í Eyjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Rafn í landsleik.
Aron Rafn í landsleik. vísir/epa
„Þetta er að koma flatt upp á fólk. Vinir mínir trúðu mér ekki einu sinni er ég sagðist vera að koma heim,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV.

„Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi. Þeir hljóta þá að trúa því núna.“

Aron hefur verið í viðræðum við ÍBV síðan í apríl og hann er spenntur fyrir því að koma heim og flytja til Eyja.

„Ég hef bara farið á þjóðhátíð og mætt á íþróttamót í Eyjum. Það verður gaman að prófa að búa þarna,“ segir Aron en hann er einnig spenntur fyrir vetrinum enda fjöldi manna að koma heim og deildin líklega ekki verið svona sterk í mörg ár.

„Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta verður hrikalega skemmtileg og spennandi deild í vetur. Það verður gaman að taka þátt í þessu og spila með Stephen í markinu.“


Tengdar fréttir

Aron Rafn kominn til ÍBV

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á heimleið og er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×