Gleði hins miðaldra manns Logi Bergmann skrifar 24. júní 2017 07:00 Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun