Látum þúsundkallana í friði! Guðmundur Edgarsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri. Þá óttaðist fólk að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt til allsherjarbanns á reiðufé.Á að banna prentaðar bækur? Hugmyndir manna um að útrýma reiðufé til að draga úr skattsvikum eru álíka langsóttar og að banna prentaðar bækur til að vinna gegn brotum á höfundarrétti. Höfundarréttur yrði vissulega betur varinn ef bækur væru einungis aðgengilegar rafrænt á lesbrettum eins og Kindle enda nær ógerningur að ljósrita eða skanna. Slík sjónarmið vega hins vegar lítið miðað við rétt fólks til að lesa bók á því formi sem hentar og í boði er á markaði. Ekki væri hægt að lesa bók nema eiga tiltekið tæki og allur lestur yrði skráður skilmerkilega í gagnasöfnum rafbókaútgefenda og lesbrettaframleiðenda. Ef grunur vaknaði um að slíkar upplýsingar væru misnotaðar, t.d. af ríkinu, ættu bókaunnendur ekki í nein hús að venda. Nú er þó alltaf hægt að halda sig við prentuðu eintökin. Slíkt veitir vörn gagnvart ráðríkum stjórnmálamönnum. Með sama hætti veita peningaseðlar aðhald gagnvart hugsanlegu offari ríkisins í meðhöndlun upplýsinga og gerræðislegri skattheimtu.Aðför að eignarrétti Vissulega hentar oft vel að stunda viðskipti með rafrænum hætti en stundum kýs fólk milliliðalausar greiðslur með beinhörðum peningum. Þá má minna á að við vissar aðstæður treystir stór hópur fólks engum betur fyrir peningum sínum en sjálfu sér, t.d. þegar orðrómur kviknar um bankahrun. Peningar eru jú eins og hver önnur eign og fólk á því að fá að gæta þeirra og ráðstafa á því formi sem það sjálft kýs. Takmörkun á því er aðför að eignarrétti. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri. Þá óttaðist fólk að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt til allsherjarbanns á reiðufé.Á að banna prentaðar bækur? Hugmyndir manna um að útrýma reiðufé til að draga úr skattsvikum eru álíka langsóttar og að banna prentaðar bækur til að vinna gegn brotum á höfundarrétti. Höfundarréttur yrði vissulega betur varinn ef bækur væru einungis aðgengilegar rafrænt á lesbrettum eins og Kindle enda nær ógerningur að ljósrita eða skanna. Slík sjónarmið vega hins vegar lítið miðað við rétt fólks til að lesa bók á því formi sem hentar og í boði er á markaði. Ekki væri hægt að lesa bók nema eiga tiltekið tæki og allur lestur yrði skráður skilmerkilega í gagnasöfnum rafbókaútgefenda og lesbrettaframleiðenda. Ef grunur vaknaði um að slíkar upplýsingar væru misnotaðar, t.d. af ríkinu, ættu bókaunnendur ekki í nein hús að venda. Nú er þó alltaf hægt að halda sig við prentuðu eintökin. Slíkt veitir vörn gagnvart ráðríkum stjórnmálamönnum. Með sama hætti veita peningaseðlar aðhald gagnvart hugsanlegu offari ríkisins í meðhöndlun upplýsinga og gerræðislegri skattheimtu.Aðför að eignarrétti Vissulega hentar oft vel að stunda viðskipti með rafrænum hætti en stundum kýs fólk milliliðalausar greiðslur með beinhörðum peningum. Þá má minna á að við vissar aðstæður treystir stór hópur fólks engum betur fyrir peningum sínum en sjálfu sér, t.d. þegar orðrómur kviknar um bankahrun. Peningar eru jú eins og hver önnur eign og fólk á því að fá að gæta þeirra og ráðstafa á því formi sem það sjálft kýs. Takmörkun á því er aðför að eignarrétti. Höfundur er kennari.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar