Látum þúsundkallana í friði! Guðmundur Edgarsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri. Þá óttaðist fólk að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt til allsherjarbanns á reiðufé.Á að banna prentaðar bækur? Hugmyndir manna um að útrýma reiðufé til að draga úr skattsvikum eru álíka langsóttar og að banna prentaðar bækur til að vinna gegn brotum á höfundarrétti. Höfundarréttur yrði vissulega betur varinn ef bækur væru einungis aðgengilegar rafrænt á lesbrettum eins og Kindle enda nær ógerningur að ljósrita eða skanna. Slík sjónarmið vega hins vegar lítið miðað við rétt fólks til að lesa bók á því formi sem hentar og í boði er á markaði. Ekki væri hægt að lesa bók nema eiga tiltekið tæki og allur lestur yrði skráður skilmerkilega í gagnasöfnum rafbókaútgefenda og lesbrettaframleiðenda. Ef grunur vaknaði um að slíkar upplýsingar væru misnotaðar, t.d. af ríkinu, ættu bókaunnendur ekki í nein hús að venda. Nú er þó alltaf hægt að halda sig við prentuðu eintökin. Slíkt veitir vörn gagnvart ráðríkum stjórnmálamönnum. Með sama hætti veita peningaseðlar aðhald gagnvart hugsanlegu offari ríkisins í meðhöndlun upplýsinga og gerræðislegri skattheimtu.Aðför að eignarrétti Vissulega hentar oft vel að stunda viðskipti með rafrænum hætti en stundum kýs fólk milliliðalausar greiðslur með beinhörðum peningum. Þá má minna á að við vissar aðstæður treystir stór hópur fólks engum betur fyrir peningum sínum en sjálfu sér, t.d. þegar orðrómur kviknar um bankahrun. Peningar eru jú eins og hver önnur eign og fólk á því að fá að gæta þeirra og ráðstafa á því formi sem það sjálft kýs. Takmörkun á því er aðför að eignarrétti. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri. Þá óttaðist fólk að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt til allsherjarbanns á reiðufé.Á að banna prentaðar bækur? Hugmyndir manna um að útrýma reiðufé til að draga úr skattsvikum eru álíka langsóttar og að banna prentaðar bækur til að vinna gegn brotum á höfundarrétti. Höfundarréttur yrði vissulega betur varinn ef bækur væru einungis aðgengilegar rafrænt á lesbrettum eins og Kindle enda nær ógerningur að ljósrita eða skanna. Slík sjónarmið vega hins vegar lítið miðað við rétt fólks til að lesa bók á því formi sem hentar og í boði er á markaði. Ekki væri hægt að lesa bók nema eiga tiltekið tæki og allur lestur yrði skráður skilmerkilega í gagnasöfnum rafbókaútgefenda og lesbrettaframleiðenda. Ef grunur vaknaði um að slíkar upplýsingar væru misnotaðar, t.d. af ríkinu, ættu bókaunnendur ekki í nein hús að venda. Nú er þó alltaf hægt að halda sig við prentuðu eintökin. Slíkt veitir vörn gagnvart ráðríkum stjórnmálamönnum. Með sama hætti veita peningaseðlar aðhald gagnvart hugsanlegu offari ríkisins í meðhöndlun upplýsinga og gerræðislegri skattheimtu.Aðför að eignarrétti Vissulega hentar oft vel að stunda viðskipti með rafrænum hætti en stundum kýs fólk milliliðalausar greiðslur með beinhörðum peningum. Þá má minna á að við vissar aðstæður treystir stór hópur fólks engum betur fyrir peningum sínum en sjálfu sér, t.d. þegar orðrómur kviknar um bankahrun. Peningar eru jú eins og hver önnur eign og fólk á því að fá að gæta þeirra og ráðstafa á því formi sem það sjálft kýs. Takmörkun á því er aðför að eignarrétti. Höfundur er kennari.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun