Látum þúsundkallana í friði! Guðmundur Edgarsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri. Þá óttaðist fólk að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt til allsherjarbanns á reiðufé.Á að banna prentaðar bækur? Hugmyndir manna um að útrýma reiðufé til að draga úr skattsvikum eru álíka langsóttar og að banna prentaðar bækur til að vinna gegn brotum á höfundarrétti. Höfundarréttur yrði vissulega betur varinn ef bækur væru einungis aðgengilegar rafrænt á lesbrettum eins og Kindle enda nær ógerningur að ljósrita eða skanna. Slík sjónarmið vega hins vegar lítið miðað við rétt fólks til að lesa bók á því formi sem hentar og í boði er á markaði. Ekki væri hægt að lesa bók nema eiga tiltekið tæki og allur lestur yrði skráður skilmerkilega í gagnasöfnum rafbókaútgefenda og lesbrettaframleiðenda. Ef grunur vaknaði um að slíkar upplýsingar væru misnotaðar, t.d. af ríkinu, ættu bókaunnendur ekki í nein hús að venda. Nú er þó alltaf hægt að halda sig við prentuðu eintökin. Slíkt veitir vörn gagnvart ráðríkum stjórnmálamönnum. Með sama hætti veita peningaseðlar aðhald gagnvart hugsanlegu offari ríkisins í meðhöndlun upplýsinga og gerræðislegri skattheimtu.Aðför að eignarrétti Vissulega hentar oft vel að stunda viðskipti með rafrænum hætti en stundum kýs fólk milliliðalausar greiðslur með beinhörðum peningum. Þá má minna á að við vissar aðstæður treystir stór hópur fólks engum betur fyrir peningum sínum en sjálfu sér, t.d. þegar orðrómur kviknar um bankahrun. Peningar eru jú eins og hver önnur eign og fólk á því að fá að gæta þeirra og ráðstafa á því formi sem það sjálft kýs. Takmörkun á því er aðför að eignarrétti. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri. Þá óttaðist fólk að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt til allsherjarbanns á reiðufé.Á að banna prentaðar bækur? Hugmyndir manna um að útrýma reiðufé til að draga úr skattsvikum eru álíka langsóttar og að banna prentaðar bækur til að vinna gegn brotum á höfundarrétti. Höfundarréttur yrði vissulega betur varinn ef bækur væru einungis aðgengilegar rafrænt á lesbrettum eins og Kindle enda nær ógerningur að ljósrita eða skanna. Slík sjónarmið vega hins vegar lítið miðað við rétt fólks til að lesa bók á því formi sem hentar og í boði er á markaði. Ekki væri hægt að lesa bók nema eiga tiltekið tæki og allur lestur yrði skráður skilmerkilega í gagnasöfnum rafbókaútgefenda og lesbrettaframleiðenda. Ef grunur vaknaði um að slíkar upplýsingar væru misnotaðar, t.d. af ríkinu, ættu bókaunnendur ekki í nein hús að venda. Nú er þó alltaf hægt að halda sig við prentuðu eintökin. Slíkt veitir vörn gagnvart ráðríkum stjórnmálamönnum. Með sama hætti veita peningaseðlar aðhald gagnvart hugsanlegu offari ríkisins í meðhöndlun upplýsinga og gerræðislegri skattheimtu.Aðför að eignarrétti Vissulega hentar oft vel að stunda viðskipti með rafrænum hætti en stundum kýs fólk milliliðalausar greiðslur með beinhörðum peningum. Þá má minna á að við vissar aðstæður treystir stór hópur fólks engum betur fyrir peningum sínum en sjálfu sér, t.d. þegar orðrómur kviknar um bankahrun. Peningar eru jú eins og hver önnur eign og fólk á því að fá að gæta þeirra og ráðstafa á því formi sem það sjálft kýs. Takmörkun á því er aðför að eignarrétti. Höfundur er kennari.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun