OECD mælir með að ferðaþjónustan fari í efra þrep VSK Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2017 19:26 Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Vísir/Eyþór Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, tekur undir með fjármálaráðherra um að færi beri ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskattsins. Hætta sé á þenslu í íslenska hagkerfinu og því verði að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum en stjórnvöld áforma. Þá varar stofnunin við skattalækkunum við núverandi aðstæður. Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Flest í skýrslunni er jákvætt fyrir Ísland. Til að mynda er hagvöxtur hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og varar stofnunin við ofhitnun í efnahagskerfinu og hvetur til meira aðhalds í efnahagsmálum en stjórnvöld hafa boðað. OECD hvetur til þess að hert verði á peningastefnunni. Mari Kiviniemi aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og stofnaður verði Þjóðarsjóður sem fjárfesti í útlöndum og aðeins tekið út úr honum þegar stóráföll skella á. Ríkisstjórnin áætlar að hafa 1,6 prósenta afgang á fjárlögum næsta árs, er það ekki nóg? „Við segjum að þið ættuð að vera varfærin og við teljum að það sé þörf á frekari aðhaldi í ríkisfjármálum. Vegna þess að það eru góðar forsendur til ofhitnunar hagkerfisins,“ segir Kiviniemi. Mestu muni þar um vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnir á að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir 1,6 prósenta afgangi á fjárlögum næsta árs og skuldir hafi verið greiddar hratt niður. „Þarna er semsagt skoðanamunur og ég held að það séu fáir ef skoðað er á Alþingi sem eru sammála því að við ættum að draga úr ríkisútgjöldum næstu ár. Miðað við það sem við höfum þegar sett fram,“ segir Benedikt. OECD varar við öllum hugmyndum um skattalækkanir við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Laun hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um ramma utan um launahækkanir. Þá mælir OECD með að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði færður í efra þrepið. Ferðaþjónustan segir hins vegar mikilvægt að skoða ferðaþjónustuna í samhengi við álagningu virðisaukaskatts í öðrum löndum sem Ísland sé í samkeppni við. „Og við leggjum þetta reyndar til við öll ríki innan OECD. Það ætti að vera mjög stöðugur grunnur virðisaukaskatts sem myndi reynast efnahagnum betur en að hækka til dæmis tekjuskatta,“ segir Kiviniemi. Hins vegar hafa hugmyndir fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna reynst honum pólitískt erfiðar og ferðaþjónustan sett sig upp á móti þeim. „Þau nefna að þetta sé orðin svo stór atvinnugrein að það sé ekki þörf á að hún sé í sérstöku umhverfi. Heldur eigi að vera sama umhverfi og hjá öðrum atvinnugreinum og ég er sammála því,“Og munt halda því til streitu við fjárlagagerðina? „Já, ég held því til streitu. Við verðum að hafa samræmi í rekstrarumhverfi þessara stærstu greina. Það held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Benedikt. Aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir mikilvægt að marka heildstæða stefnu í ferðamálum milli ólíkra ráðuneyta með aðilum ferðaþjónustunnar. „Og skapa ferðaþjónustu sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbær,“ segir Mari Kiviniemi. Tengdar fréttir Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, tekur undir með fjármálaráðherra um að færi beri ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskattsins. Hætta sé á þenslu í íslenska hagkerfinu og því verði að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum en stjórnvöld áforma. Þá varar stofnunin við skattalækkunum við núverandi aðstæður. Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Flest í skýrslunni er jákvætt fyrir Ísland. Til að mynda er hagvöxtur hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og varar stofnunin við ofhitnun í efnahagskerfinu og hvetur til meira aðhalds í efnahagsmálum en stjórnvöld hafa boðað. OECD hvetur til þess að hert verði á peningastefnunni. Mari Kiviniemi aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og stofnaður verði Þjóðarsjóður sem fjárfesti í útlöndum og aðeins tekið út úr honum þegar stóráföll skella á. Ríkisstjórnin áætlar að hafa 1,6 prósenta afgang á fjárlögum næsta árs, er það ekki nóg? „Við segjum að þið ættuð að vera varfærin og við teljum að það sé þörf á frekari aðhaldi í ríkisfjármálum. Vegna þess að það eru góðar forsendur til ofhitnunar hagkerfisins,“ segir Kiviniemi. Mestu muni þar um vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnir á að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir 1,6 prósenta afgangi á fjárlögum næsta árs og skuldir hafi verið greiddar hratt niður. „Þarna er semsagt skoðanamunur og ég held að það séu fáir ef skoðað er á Alþingi sem eru sammála því að við ættum að draga úr ríkisútgjöldum næstu ár. Miðað við það sem við höfum þegar sett fram,“ segir Benedikt. OECD varar við öllum hugmyndum um skattalækkanir við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Laun hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um ramma utan um launahækkanir. Þá mælir OECD með að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði færður í efra þrepið. Ferðaþjónustan segir hins vegar mikilvægt að skoða ferðaþjónustuna í samhengi við álagningu virðisaukaskatts í öðrum löndum sem Ísland sé í samkeppni við. „Og við leggjum þetta reyndar til við öll ríki innan OECD. Það ætti að vera mjög stöðugur grunnur virðisaukaskatts sem myndi reynast efnahagnum betur en að hækka til dæmis tekjuskatta,“ segir Kiviniemi. Hins vegar hafa hugmyndir fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna reynst honum pólitískt erfiðar og ferðaþjónustan sett sig upp á móti þeim. „Þau nefna að þetta sé orðin svo stór atvinnugrein að það sé ekki þörf á að hún sé í sérstöku umhverfi. Heldur eigi að vera sama umhverfi og hjá öðrum atvinnugreinum og ég er sammála því,“Og munt halda því til streitu við fjárlagagerðina? „Já, ég held því til streitu. Við verðum að hafa samræmi í rekstrarumhverfi þessara stærstu greina. Það held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Benedikt. Aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir mikilvægt að marka heildstæða stefnu í ferðamálum milli ólíkra ráðuneyta með aðilum ferðaþjónustunnar. „Og skapa ferðaþjónustu sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbær,“ segir Mari Kiviniemi.
Tengdar fréttir Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41