OECD mælir með að ferðaþjónustan fari í efra þrep VSK Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2017 19:26 Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Vísir/Eyþór Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, tekur undir með fjármálaráðherra um að færi beri ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskattsins. Hætta sé á þenslu í íslenska hagkerfinu og því verði að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum en stjórnvöld áforma. Þá varar stofnunin við skattalækkunum við núverandi aðstæður. Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Flest í skýrslunni er jákvætt fyrir Ísland. Til að mynda er hagvöxtur hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og varar stofnunin við ofhitnun í efnahagskerfinu og hvetur til meira aðhalds í efnahagsmálum en stjórnvöld hafa boðað. OECD hvetur til þess að hert verði á peningastefnunni. Mari Kiviniemi aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og stofnaður verði Þjóðarsjóður sem fjárfesti í útlöndum og aðeins tekið út úr honum þegar stóráföll skella á. Ríkisstjórnin áætlar að hafa 1,6 prósenta afgang á fjárlögum næsta árs, er það ekki nóg? „Við segjum að þið ættuð að vera varfærin og við teljum að það sé þörf á frekari aðhaldi í ríkisfjármálum. Vegna þess að það eru góðar forsendur til ofhitnunar hagkerfisins,“ segir Kiviniemi. Mestu muni þar um vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnir á að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir 1,6 prósenta afgangi á fjárlögum næsta árs og skuldir hafi verið greiddar hratt niður. „Þarna er semsagt skoðanamunur og ég held að það séu fáir ef skoðað er á Alþingi sem eru sammála því að við ættum að draga úr ríkisútgjöldum næstu ár. Miðað við það sem við höfum þegar sett fram,“ segir Benedikt. OECD varar við öllum hugmyndum um skattalækkanir við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Laun hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um ramma utan um launahækkanir. Þá mælir OECD með að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði færður í efra þrepið. Ferðaþjónustan segir hins vegar mikilvægt að skoða ferðaþjónustuna í samhengi við álagningu virðisaukaskatts í öðrum löndum sem Ísland sé í samkeppni við. „Og við leggjum þetta reyndar til við öll ríki innan OECD. Það ætti að vera mjög stöðugur grunnur virðisaukaskatts sem myndi reynast efnahagnum betur en að hækka til dæmis tekjuskatta,“ segir Kiviniemi. Hins vegar hafa hugmyndir fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna reynst honum pólitískt erfiðar og ferðaþjónustan sett sig upp á móti þeim. „Þau nefna að þetta sé orðin svo stór atvinnugrein að það sé ekki þörf á að hún sé í sérstöku umhverfi. Heldur eigi að vera sama umhverfi og hjá öðrum atvinnugreinum og ég er sammála því,“Og munt halda því til streitu við fjárlagagerðina? „Já, ég held því til streitu. Við verðum að hafa samræmi í rekstrarumhverfi þessara stærstu greina. Það held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Benedikt. Aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir mikilvægt að marka heildstæða stefnu í ferðamálum milli ólíkra ráðuneyta með aðilum ferðaþjónustunnar. „Og skapa ferðaþjónustu sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbær,“ segir Mari Kiviniemi. Tengdar fréttir Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, tekur undir með fjármálaráðherra um að færi beri ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskattsins. Hætta sé á þenslu í íslenska hagkerfinu og því verði að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum en stjórnvöld áforma. Þá varar stofnunin við skattalækkunum við núverandi aðstæður. Efnahags- og framfarastofnunin kynnti skýrslu sína um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálaum í dag. Flest í skýrslunni er jákvætt fyrir Ísland. Til að mynda er hagvöxtur hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og varar stofnunin við ofhitnun í efnahagskerfinu og hvetur til meira aðhalds í efnahagsmálum en stjórnvöld hafa boðað. OECD hvetur til þess að hert verði á peningastefnunni. Mari Kiviniemi aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir þörf á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og stofnaður verði Þjóðarsjóður sem fjárfesti í útlöndum og aðeins tekið út úr honum þegar stóráföll skella á. Ríkisstjórnin áætlar að hafa 1,6 prósenta afgang á fjárlögum næsta árs, er það ekki nóg? „Við segjum að þið ættuð að vera varfærin og við teljum að það sé þörf á frekari aðhaldi í ríkisfjármálum. Vegna þess að það eru góðar forsendur til ofhitnunar hagkerfisins,“ segir Kiviniemi. Mestu muni þar um vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnir á að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir 1,6 prósenta afgangi á fjárlögum næsta árs og skuldir hafi verið greiddar hratt niður. „Þarna er semsagt skoðanamunur og ég held að það séu fáir ef skoðað er á Alþingi sem eru sammála því að við ættum að draga úr ríkisútgjöldum næstu ár. Miðað við það sem við höfum þegar sett fram,“ segir Benedikt. OECD varar við öllum hugmyndum um skattalækkanir við núverandi aðstæður í hagkerfinu. Laun hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um ramma utan um launahækkanir. Þá mælir OECD með að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði færður í efra þrepið. Ferðaþjónustan segir hins vegar mikilvægt að skoða ferðaþjónustuna í samhengi við álagningu virðisaukaskatts í öðrum löndum sem Ísland sé í samkeppni við. „Og við leggjum þetta reyndar til við öll ríki innan OECD. Það ætti að vera mjög stöðugur grunnur virðisaukaskatts sem myndi reynast efnahagnum betur en að hækka til dæmis tekjuskatta,“ segir Kiviniemi. Hins vegar hafa hugmyndir fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna reynst honum pólitískt erfiðar og ferðaþjónustan sett sig upp á móti þeim. „Þau nefna að þetta sé orðin svo stór atvinnugrein að það sé ekki þörf á að hún sé í sérstöku umhverfi. Heldur eigi að vera sama umhverfi og hjá öðrum atvinnugreinum og ég er sammála því,“Og munt halda því til streitu við fjárlagagerðina? „Já, ég held því til streitu. Við verðum að hafa samræmi í rekstrarumhverfi þessara stærstu greina. Það held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Benedikt. Aðstoðarframkvæmdastjóri OECD segir mikilvægt að marka heildstæða stefnu í ferðamálum milli ólíkra ráðuneyta með aðilum ferðaþjónustunnar. „Og skapa ferðaþjónustu sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbær,“ segir Mari Kiviniemi.
Tengdar fréttir Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD en þrátt fyrir þenslu hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum. 27. júní 2017 10:41