Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 29. júní 2017 07:00 Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einnig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynningu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítalaþjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstaklingar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar.Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veikindi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, MA í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einnig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynningu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítalaþjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstaklingar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar.Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veikindi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, MA í alþjóðasamskiptum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun