Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 29. júní 2017 07:00 Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einnig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynningu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítalaþjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstaklingar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar.Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veikindi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, MA í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einnig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynningu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítalaþjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstaklingar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar.Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veikindi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, MA í alþjóðasamskiptum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar