Upplýsingar um skoðanakúgun og ofbeldi útgerðarmanna Svanur Kristjánsson skrifar 29. júní 2017 07:00 „Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
„Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun