Í eldhúsi Evu: Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Eva Laufey skrifar 29. júní 2017 21:00 Margir halda upp á þennan girnilega rétt. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri tortilla pizzu með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa. Tortilla pizza Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa. Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ Rauð paprika 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera handfylli kóríander salt og pipar Aðferð: Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni. Eva Laufey Grillréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að grillaðri tortilla pizzu með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa. Tortilla pizza Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa. Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, salti, pipar og smátt saxaðri steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Salsa 12 kirsuberjatómatar ½ Rauð paprika 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur Ólífuolía Safi úr hálfri límónu 1 lárpera handfylli kóríander salt og pipar Aðferð: Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni.
Eva Laufey Grillréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira