Ráðstefnuborgin Reykjavík komin á heimsmælikvarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:30 Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður Evrópu af virtu viðskiptatímariti. vísir/eyþór Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður Evrópu af virtu viðskiptatímariti. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík segir þetta hjálpa til við að kynna borgina enn betur en mikil fjölgun hafi orðið á stórum ráðstefnum í Reykjavík á undanförnum árum. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem Business Destination tímaritið veitir Íslendingum verðlaun. harpa fékk verðlaunin í fyrra í hópi ráðstefnuhúsa en árið 2015 fékk fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli verðlaunin í sínum flokki. Í ár er það svo Reykjavíkurborg í heild sem fær þessi verðlaun. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík, eða Meet in Reykjavík, segir að fjöldi ráðstefna með fleiri en þúsund þátttakendum hafi tólffaldast frá því starfsemi hófst í Hörpu.Er þetta mikilvægt? „Þetta skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er í raun staðfesting á getu Reykjavíkurborgar og staðsetningu borgarinnar sem alþjóðleg ráðstefnuborg,“ segir Þorsteinn Örn. Að þessu hafi fjölmargir aðilar unnið árum saman og nú sé það staðfest að Reykjavík sé á heimsmælikvarða í ráðstefnuhaldi. Enda hafi vöxturinn á ráðstefnum verið mikill. „Vöxturinn í fyrra var 21 prósent. Hann hefur að vísu ekki verið þessi þrjátíu til fjörutíu prósent sem heildin hefur verið. En engu að síður margfalt á við það sem gerist í þessum geira. Þarna erum við líka að tala um ferðamenn sem koma jafnt yfir árið. Þeir eyða um helmingi meira hverja gistinótt sem skiptir okkur gríðarlegu máli út frá hagvexti eða út frá tekjum innan greinarinnar,“ segir Þorsteinn Örn. Þá sé þetta til verulegra hagsbóta fyrir háskóla- og fræðasamfélagið og lyfti því upp í alþjóðlegu fræðasamfélagi og iðnaði. Þessi verðlaun nýtist vel við markaðssetningu á Reykjavík. „Þá skiptir okkur miklu máli ef við getum sýnt fram á þessa getu, innviði og faglegheit til að ná fólki hugrænt inn í þá aðstöðu að sjá Ísland, eða Reykjavík, sem góðan áfangastað fyrir ráðstefnur,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður Evrópu af virtu viðskiptatímariti. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík segir þetta hjálpa til við að kynna borgina enn betur en mikil fjölgun hafi orðið á stórum ráðstefnum í Reykjavík á undanförnum árum. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem Business Destination tímaritið veitir Íslendingum verðlaun. harpa fékk verðlaunin í fyrra í hópi ráðstefnuhúsa en árið 2015 fékk fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli verðlaunin í sínum flokki. Í ár er það svo Reykjavíkurborg í heild sem fær þessi verðlaun. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík, eða Meet in Reykjavík, segir að fjöldi ráðstefna með fleiri en þúsund þátttakendum hafi tólffaldast frá því starfsemi hófst í Hörpu.Er þetta mikilvægt? „Þetta skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er í raun staðfesting á getu Reykjavíkurborgar og staðsetningu borgarinnar sem alþjóðleg ráðstefnuborg,“ segir Þorsteinn Örn. Að þessu hafi fjölmargir aðilar unnið árum saman og nú sé það staðfest að Reykjavík sé á heimsmælikvarða í ráðstefnuhaldi. Enda hafi vöxturinn á ráðstefnum verið mikill. „Vöxturinn í fyrra var 21 prósent. Hann hefur að vísu ekki verið þessi þrjátíu til fjörutíu prósent sem heildin hefur verið. En engu að síður margfalt á við það sem gerist í þessum geira. Þarna erum við líka að tala um ferðamenn sem koma jafnt yfir árið. Þeir eyða um helmingi meira hverja gistinótt sem skiptir okkur gríðarlegu máli út frá hagvexti eða út frá tekjum innan greinarinnar,“ segir Þorsteinn Örn. Þá sé þetta til verulegra hagsbóta fyrir háskóla- og fræðasamfélagið og lyfti því upp í alþjóðlegu fræðasamfélagi og iðnaði. Þessi verðlaun nýtist vel við markaðssetningu á Reykjavík. „Þá skiptir okkur miklu máli ef við getum sýnt fram á þessa getu, innviði og faglegheit til að ná fólki hugrænt inn í þá aðstöðu að sjá Ísland, eða Reykjavík, sem góðan áfangastað fyrir ráðstefnur,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira