Eigum við að hætta að nota hjólið? Þórir Stephensen skrifar 16. júní 2017 07:00 Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar