Eigum við að hætta að nota hjólið? Þórir Stephensen skrifar 16. júní 2017 07:00 Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun