Janus Daði: Verð að nýta plássið sem ég fæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 18:30 Janus var öflugur í síðasta leik. vísir/epa Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti