Fagna 20 árum af sviðsetningu víkingabardaga Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Meðal þess sem Rimmugýgur gerir er að sviðsetja víkingabardaga og almennt víkingatíma. Vísir/Valli Víkingafélagið Rimmugýgur fagnaði á dögunum þeim áfanga að tuttugu ár voru liðin frá því að félagið var formlega stofnað við Öxarárfoss á Þingvöllum þann 7. júní 1997. Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. „Við byrjuðum í raun árið 1996, það var Víkingahátíð Hafnarfjarðar árið 1995 sem kveikti áhugann hjá okkur. Við byrjuðum 1996 og tókum þátt í okkar fyrstu hátíð árið 1997 og þá stofnuðum við þetta félag formlega,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður félagsins. „Það eru um 200 manns sem hafa komið að þessu félagi, virkir félagar núna eru milli 110 og 120. Það eru fleiri svona félög á ferli, en við erum elsta og trúlega stærsta félagið,“ segir Hafsteinn. Félagið sviðsetur víkingatíma. „Við gerum það með handverki og bardögum og því sem til fellur. Við erum með útbúinn fatnað sem á að endurspegla þennan tíma,“ segir Hafsteinn. „Við störfum allt árið. Til að geta sviðsett bardaga án þess að drepa einhvern í alvöru þá þurfum við að æfa og við æfum tvisvar í viku allt árið. Þetta er ágætis íþrótt til að halda sér í formi,“ segir Hafsteinn. Æft er í bílakjallaranum undir verslunarmiðstöðinni Firði. En bogmenn æfa svo einu sinni í viku í Bogfimisetrinu. Þeir sem fást við handverk hafa svo aðstöðu til þess. „Það er hellings umstang í kringum þetta og mikið líf í þessu félagi,“ segir Hafsteinn. Stefnt er að því að halda upp á afmæli félagsins þann 8. til 13. ágúst á Víðistaðatúni og hefur félagið óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar vegna þessa. Í erindi til bæjarins segir að félagið vilji halda veglega afmælishátíð og bjóða fólki frá öðrum víkingafélögum á Íslandi og erlendum vinum að fagna með sér. Félagið hyggst hafa opið almenningi um helgina 11. til 13. ágúst án endurgjalds. Félagið fer meðal annars fram á leyfi til að vera á Víðistaðatúni, grafa eldgryfjur og kveikja elda. Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Víkingafélagið Rimmugýgur fagnaði á dögunum þeim áfanga að tuttugu ár voru liðin frá því að félagið var formlega stofnað við Öxarárfoss á Þingvöllum þann 7. júní 1997. Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. „Við byrjuðum í raun árið 1996, það var Víkingahátíð Hafnarfjarðar árið 1995 sem kveikti áhugann hjá okkur. Við byrjuðum 1996 og tókum þátt í okkar fyrstu hátíð árið 1997 og þá stofnuðum við þetta félag formlega,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður félagsins. „Það eru um 200 manns sem hafa komið að þessu félagi, virkir félagar núna eru milli 110 og 120. Það eru fleiri svona félög á ferli, en við erum elsta og trúlega stærsta félagið,“ segir Hafsteinn. Félagið sviðsetur víkingatíma. „Við gerum það með handverki og bardögum og því sem til fellur. Við erum með útbúinn fatnað sem á að endurspegla þennan tíma,“ segir Hafsteinn. „Við störfum allt árið. Til að geta sviðsett bardaga án þess að drepa einhvern í alvöru þá þurfum við að æfa og við æfum tvisvar í viku allt árið. Þetta er ágætis íþrótt til að halda sér í formi,“ segir Hafsteinn. Æft er í bílakjallaranum undir verslunarmiðstöðinni Firði. En bogmenn æfa svo einu sinni í viku í Bogfimisetrinu. Þeir sem fást við handverk hafa svo aðstöðu til þess. „Það er hellings umstang í kringum þetta og mikið líf í þessu félagi,“ segir Hafsteinn. Stefnt er að því að halda upp á afmæli félagsins þann 8. til 13. ágúst á Víðistaðatúni og hefur félagið óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar vegna þessa. Í erindi til bæjarins segir að félagið vilji halda veglega afmælishátíð og bjóða fólki frá öðrum víkingafélögum á Íslandi og erlendum vinum að fagna með sér. Félagið hyggst hafa opið almenningi um helgina 11. til 13. ágúst án endurgjalds. Félagið fer meðal annars fram á leyfi til að vera á Víðistaðatúni, grafa eldgryfjur og kveikja elda. Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira