Sundlaugar okkar allra Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 22. júní 2017 09:45 Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfihamlað fólk, en Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfihamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfihamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrirfram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við innganginn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferðamáta ekki, hreyfihamlaður einstaklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma einfalda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verkefnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sundlaugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaugum landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkomin lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sundlaugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihamlaðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfihamlað fólk, en Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfihamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfihamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrirfram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við innganginn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferðamáta ekki, hreyfihamlaður einstaklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma einfalda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verkefnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sundlaugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaugum landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkomin lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sundlaugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihamlaðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar