Sundlaugar okkar allra Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 22. júní 2017 09:45 Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfihamlað fólk, en Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfihamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfihamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrirfram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við innganginn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferðamáta ekki, hreyfihamlaður einstaklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma einfalda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verkefnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sundlaugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaugum landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkomin lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sundlaugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihamlaðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfihamlað fólk, en Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfihamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfihamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrirfram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við innganginn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferðamáta ekki, hreyfihamlaður einstaklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma einfalda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verkefnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sundlaugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaugum landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkomin lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sundlaugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihamlaðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun