Lancet-listinn og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigðiskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu?Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borgar hærri skatta til heilbrigðiskerfisins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar miðstýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einkarekið heilbrigðiskerfi á markaðslegum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lágskattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þróuðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Undir miðstýrðu einokunarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigðiskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu?Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borgar hærri skatta til heilbrigðiskerfisins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar miðstýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einkarekið heilbrigðiskerfi á markaðslegum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lágskattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þróuðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Undir miðstýrðu einokunarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Höfundur er kennari.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar