Lancet-listinn og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigðiskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu?Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borgar hærri skatta til heilbrigðiskerfisins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar miðstýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einkarekið heilbrigðiskerfi á markaðslegum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lágskattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þróuðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Undir miðstýrðu einokunarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigðiskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu?Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borgar hærri skatta til heilbrigðiskerfisins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar miðstýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einkarekið heilbrigðiskerfi á markaðslegum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lágskattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þróuðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Undir miðstýrðu einokunarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Höfundur er kennari.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar