Að láta hjartað eða skynsemina ráða Hulda Vigdísardóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 „Ha? Ertu að læra íslensku?“ segir hann og leggur áherslu á sögnina læra. „Kanntu ekki íslensku? Ég meina… Æ, þú veist… Þú ert íslensk, býrð á Íslandi og kannt alveg íslensku. Til hvers þarftu eiginlega háskólapróf í henni?“ heldur hann áfram. „Græðirðu eitthvað á því? Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera með M.A.-próf í íslenskri málfræði? Færðu nógu góða vinnu eftir brautskráningu?“ Ég brosi og reyni að andvarpa ekki of hátt, þreytt á því að endurtaka mig og finnast ég stöðugt þurfa að afsaka eitthvað sem ég gæti í raun ekki verið stoltari af. Já, stolt og ánægð með val mitt. Hann kinkar áhugalaus kolli á meðan ég fer með þuluna enn einu sinni en skiptir svo um umræðuefni við fyrsta tækifæri. Ég veit ekki hve margar slíkar samræður ég hef átt. Ég veit ekki hve oft slík spurningaflóð hafa hrunið yfir mig, sérstaklega á meðan ég var enn í námi. Ég veit ekki hve oft ég hef þurft að útskýra í hverju námið fælist og að það væri í raun og veru hægt að læra íslensku og íslenska málfræði á háskólastigi. Nei, það gengi ekki út á að læra fallbeygingu orðsins hestur eins og í fjórða bekk grunnskóla. Ég veit heldur ekki hve oft ég hef staðið sjálfa mig að því að réttlæta námsval mitt og telja upp kosti þess og mikilvægi. Ég hlæ uppgerðum hlátri þegar missnobbaðir einstaklingar tilkynna mér að titillinn íslenskufræðingur sé bara alls ekki nógu töff. Nei, ekki eins og stjarneðlisfræðingur, kjarnefnafræðingur eða eitthvað álíka. Ég svara kaldhæðnislega þegar fólk segist ekki þora að tala íslensku í kringum mig því ég grandskoði örugglega málfar þeirra. Fyrir brautskráningu yppti ég öxlum þegar einhver spurði í hvað ég ætlaði svo að nýta mér námið og sagði: „Ég veit það ekki alveg enn þá, möguleikarnir eru svo ótal margir.“ Og það reyndist líka rétt. Vinir mínir sem skráðu sig í verkfræði, læknisfræði, lögfræði og önnur fög sem veita á einhvern hátt augljósari starfsmöguleika en íslenska voru yfirleitt spurðir hve langt þeir væru komnir og hvort þeir hefðu þegar valið sér ákveðið sérsvið. Mér fannst ég hins vegar einatt þurfa að færa rök fyrir og verja námsval mitt, þ.e. réttlæta valið á einhvern hátt.Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað Ég er viss um að margir kannast við þetta og ekki aðeins þeir sem leggja eða lögðu stund á íslenskunám á háskólastigi. Það er hreinlega eins og sum fög hljóti almennt minni viðurkenningu og virðingu í samfélaginu en önnur og virðist það sérstaklega eiga við um ýmsar listgreinar og námsfög á hugvísinda-, mennta- og félagsvísindasviði. Við erum sem betur fer ólík og áhugamálin fjölbreytt eftir því. Um 340 þúsund manna samfélag hefur ekki þörf á 340 þúsund lögfræðingum eða 340 þúsund tölvunarfræðingum, rétt eins og það hefur ekki þörf á 340 þúsund íslenskufræðingum (þó mér finnist íslenskuáhugi í þjóðfélaginu vel mega vera meiri). Samfélag byggist á fjölbreytileika og nú þegar nýstúdentar velja sér námsbraut í háskóla er mikilvægt að öllu sé gert jafn hátt undir höfði. Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað og námsval getur ekki talist skynsamlegt ef hugur og hjarta fylgja ekki með. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og standa með sjálfum sér. Kæru verðandi háskólanemar, látið hjartað ráða og veljið það sem þið hafið mestan áhuga á að mennta ykkur í. Tækifærin eru mýmörg og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Höfundur er með B.A.-próf í íslensku og þýsku, M.A.-próf í íslenskri málfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
„Ha? Ertu að læra íslensku?“ segir hann og leggur áherslu á sögnina læra. „Kanntu ekki íslensku? Ég meina… Æ, þú veist… Þú ert íslensk, býrð á Íslandi og kannt alveg íslensku. Til hvers þarftu eiginlega háskólapróf í henni?“ heldur hann áfram. „Græðirðu eitthvað á því? Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera með M.A.-próf í íslenskri málfræði? Færðu nógu góða vinnu eftir brautskráningu?“ Ég brosi og reyni að andvarpa ekki of hátt, þreytt á því að endurtaka mig og finnast ég stöðugt þurfa að afsaka eitthvað sem ég gæti í raun ekki verið stoltari af. Já, stolt og ánægð með val mitt. Hann kinkar áhugalaus kolli á meðan ég fer með þuluna enn einu sinni en skiptir svo um umræðuefni við fyrsta tækifæri. Ég veit ekki hve margar slíkar samræður ég hef átt. Ég veit ekki hve oft slík spurningaflóð hafa hrunið yfir mig, sérstaklega á meðan ég var enn í námi. Ég veit ekki hve oft ég hef þurft að útskýra í hverju námið fælist og að það væri í raun og veru hægt að læra íslensku og íslenska málfræði á háskólastigi. Nei, það gengi ekki út á að læra fallbeygingu orðsins hestur eins og í fjórða bekk grunnskóla. Ég veit heldur ekki hve oft ég hef staðið sjálfa mig að því að réttlæta námsval mitt og telja upp kosti þess og mikilvægi. Ég hlæ uppgerðum hlátri þegar missnobbaðir einstaklingar tilkynna mér að titillinn íslenskufræðingur sé bara alls ekki nógu töff. Nei, ekki eins og stjarneðlisfræðingur, kjarnefnafræðingur eða eitthvað álíka. Ég svara kaldhæðnislega þegar fólk segist ekki þora að tala íslensku í kringum mig því ég grandskoði örugglega málfar þeirra. Fyrir brautskráningu yppti ég öxlum þegar einhver spurði í hvað ég ætlaði svo að nýta mér námið og sagði: „Ég veit það ekki alveg enn þá, möguleikarnir eru svo ótal margir.“ Og það reyndist líka rétt. Vinir mínir sem skráðu sig í verkfræði, læknisfræði, lögfræði og önnur fög sem veita á einhvern hátt augljósari starfsmöguleika en íslenska voru yfirleitt spurðir hve langt þeir væru komnir og hvort þeir hefðu þegar valið sér ákveðið sérsvið. Mér fannst ég hins vegar einatt þurfa að færa rök fyrir og verja námsval mitt, þ.e. réttlæta valið á einhvern hátt.Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað Ég er viss um að margir kannast við þetta og ekki aðeins þeir sem leggja eða lögðu stund á íslenskunám á háskólastigi. Það er hreinlega eins og sum fög hljóti almennt minni viðurkenningu og virðingu í samfélaginu en önnur og virðist það sérstaklega eiga við um ýmsar listgreinar og námsfög á hugvísinda-, mennta- og félagsvísindasviði. Við erum sem betur fer ólík og áhugamálin fjölbreytt eftir því. Um 340 þúsund manna samfélag hefur ekki þörf á 340 þúsund lögfræðingum eða 340 þúsund tölvunarfræðingum, rétt eins og það hefur ekki þörf á 340 þúsund íslenskufræðingum (þó mér finnist íslenskuáhugi í þjóðfélaginu vel mega vera meiri). Samfélag byggist á fjölbreytileika og nú þegar nýstúdentar velja sér námsbraut í háskóla er mikilvægt að öllu sé gert jafn hátt undir höfði. Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað og námsval getur ekki talist skynsamlegt ef hugur og hjarta fylgja ekki með. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og standa með sjálfum sér. Kæru verðandi háskólanemar, látið hjartað ráða og veljið það sem þið hafið mestan áhuga á að mennta ykkur í. Tækifærin eru mýmörg og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Höfundur er með B.A.-próf í íslensku og þýsku, M.A.-próf í íslenskri málfræði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar