Rafmagnsbílar orðnir 2 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 15:20 Mikið þarf að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar ef markmið eiga að nást. Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent