Frá menntun til framtíðarstarfa Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun