Aðför og mannréttindabrot á Íslandi Halldór Gunnarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Aðför gagnvart fólki, sem missti heimili sín í hruninu, gagnvart ungu fólki sem ekki tekst að lifa mannsæmandi lífi hér og hrekst úr landi, gagnvart börnum sem líða mismunun og fátækt, gagnvart foreldri sem fær ekki að umgangast barn/börn sín og einnig gagnvart fullsköpuðu ófæddu barni sem fær ekki að fæðast, tel ég vera mannréttindabrot. Einnig mannréttindabrot með aðför, sem kerfisbundið er beitt gagnvart öryrkjum og þeim hluta eldri borgara sem búa við sára fátækt og er ekki gefinn kostur á að afla sér aukatekna, því alls staðar eru skerðingarákvæði í lögum eða reglugerðum sem koma í veg fyrir það. Það er valdníðsla með aðförinni gagnvart öryrkjum, þar sem lögfestar hafa verið heimildir til TR, sem heimila stofnuninni njósnir um öryrkjann og maka hans, sem brjóta á persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Eru það ekki mannréttindabrot að fara með öryrkja sem afbrotamenn, sem þarf að fylgjast nákvæmlega með, jafnvel að skoða bankafærslur þeirra frá degi til dags?Ákvæði í stjórnarskrám Í 76. gr. stjórnarskrárinnar, sem er óbreytt frá 1944, segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Í 52. gr. stjórnarskrárinnar frá 1874 kveður enn sterkar að orði, en þar segir: „Sá, sem ekki getur sjeð fyrir sjer og sínum, og sje hann ekki skyldu-ómagi annars manns, skal eiga rjett á að fá styrk úr almennum sjóði…“ Þannig á stjórnarskráin að tryggja þeim sem verst standa grundvallarrétt til lífs, sem fyrsta stjórnarskrá landsins kvað skýrar á um. Hvernig hefur þessu verið framfylgt? Tíundin, sem Gissur Ísleifsson biskup innleiddi 1096 var afnumin í upphafi 20. aldar. Hún tryggði fátækum framfærslu til viðbótar þeirri grunnfátæktarframfærslu, sem var hjá hreppunum. Við samþykkt stjórnarskrárinnar 1874 tóku við ýmis ákvæði um styrki úr „almennum sjóðum“ og skattheimtu með um 90 skattþrepum, sem ívilnaði þeim tekjulágu. Í dag er þetta með þveröfugum hætti, aðstoðin skert og sára fátækt skattlögð. Þeim sem leggjast inn á hjúkrunarheimili er skömmtuð skammarleg lágmarksfjárhæð til eigin nota og allir aðrir fjármunir þeirra hirtir af þeim, eins og mögulegt er. Eins er farið með Framkvæmdasjóð aldraðra. Fjármunir hirtir af ríki til reksturs og viðhalds í stað byggingar hjúkrunarheimila, sem lögin ákváðu upphaflega og sárlega vantar. Skattar ívilna þeim ríku í dag með aðeins tveimur skattþrepum. Til viðbótar eru ósýnileg skattþrep til frekari ívilnunar fyrir þá, sem lifa á eignum sínum og greiða aðeins 20% fjármagnstekjuskatt og til viðbótar ótal leiðir fyrir þá sem varðveita eignir sínar í einkahlutafélögum. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launavísitölu frá 1988, sem skerðir hlut hinna fátæku, sem greiða skatt af tekjum umfram 143.224 kr. á mánuði. Hefði hann gert það, ætti persónuafsláttur að vera um 103.000 kr. á mánuði eða að mánaðartekjur að 280.000 kr. væru ekki skattlagðar.Aðför að hinum fátæku Aðförin að öryrkjum og um 10 þúsund eldri borgurum felst í því m.a. að skammta þeim 190 til 230 þúsund kr. á mánuði eftir að hafa greitt skatt, sem er framfærsla langt undir því neysluviðmiði velferðarráðuneytisins sem talin er nauðsynleg til að geta framfleytt sér. Lögþvinguð greiðsla í lífeyrissjóð, þar sem okkur var talin trú um að við værum að spara til efri áranna, er hirt af ríkinu með krónu á móti krónu skerðingum almannatrygginga, um 30 milljarða á ári, af þeim um 10 þúsund eldri borgurum, sem fá ekkert út úr greiðslum sínum í lífeyrissjóð alla sína starfsævi. Þannig eru það að stórum hluta lífeyrissjóðirnir sem halda almannatryggingakerfinu uppi en ekki ríkissjóður. Þessir einstaklingar eru vísvitandi hnepptir í fátæktargildru og þeim gert ómögulegt að afla sér tekna með vinnu, nema að vera skattpíndir um 73% af tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði. Aðförin felst einnig í því að öll sjúkra- og þjónustugjöld hafa hækkað, lyf bera hæsta virðisaukaskatt þveröfugt við nágrannalöndin, samhliða lækkun á öllum greiðslum ríkisins til hjálpartækja, styrkja eða bóta miðað við launavísitölu, sbr. t.d. að niðurgreiðsla á tannviðgerðum þessa fólks hefur verið óbreytt frá árinu 2004, þrátt fyrir að gildandi reglugerð segi annað, því fjármunir eru ekki veittir til að uppfylla ákvæðið um 70% niðurgreiðslu, sem er í reynd í dag um 15%. Með takmarkalausu óheftu eftirliti TR yfir öryrkjum og eftirliti með skattframtölum eldri borgara kemur svo 1. júlí ár hvert með bakgreiðslum. Ef viðkomandi fékk peningagjöf, bílastyrk eða styrk til lyfjakaupa eða styrk frá sveitarfélaginu eða skrifaði bók eða seldi sumarbústaðinn sinn, svo eitthvað sé nefnt, þá eru greiðslur frá TR lækkaðar samsvarandi, þar til talið er að ofgreiðslan hafi verið endurgreidd að fullu! Það hlýtur að vera þeim öllum til skammar, sem hafa unnið að svona margbrotnu skerðingarkerfi á kostnað þeirra sem minnst hafa og vera aðför með mannréttindabroti gegn þeim og sannarlega andstætt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Styðjum hann til þess. Höfundur er fv. sóknarprestur og stjórnarmaður í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Aðför gagnvart fólki, sem missti heimili sín í hruninu, gagnvart ungu fólki sem ekki tekst að lifa mannsæmandi lífi hér og hrekst úr landi, gagnvart börnum sem líða mismunun og fátækt, gagnvart foreldri sem fær ekki að umgangast barn/börn sín og einnig gagnvart fullsköpuðu ófæddu barni sem fær ekki að fæðast, tel ég vera mannréttindabrot. Einnig mannréttindabrot með aðför, sem kerfisbundið er beitt gagnvart öryrkjum og þeim hluta eldri borgara sem búa við sára fátækt og er ekki gefinn kostur á að afla sér aukatekna, því alls staðar eru skerðingarákvæði í lögum eða reglugerðum sem koma í veg fyrir það. Það er valdníðsla með aðförinni gagnvart öryrkjum, þar sem lögfestar hafa verið heimildir til TR, sem heimila stofnuninni njósnir um öryrkjann og maka hans, sem brjóta á persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Eru það ekki mannréttindabrot að fara með öryrkja sem afbrotamenn, sem þarf að fylgjast nákvæmlega með, jafnvel að skoða bankafærslur þeirra frá degi til dags?Ákvæði í stjórnarskrám Í 76. gr. stjórnarskrárinnar, sem er óbreytt frá 1944, segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Í 52. gr. stjórnarskrárinnar frá 1874 kveður enn sterkar að orði, en þar segir: „Sá, sem ekki getur sjeð fyrir sjer og sínum, og sje hann ekki skyldu-ómagi annars manns, skal eiga rjett á að fá styrk úr almennum sjóði…“ Þannig á stjórnarskráin að tryggja þeim sem verst standa grundvallarrétt til lífs, sem fyrsta stjórnarskrá landsins kvað skýrar á um. Hvernig hefur þessu verið framfylgt? Tíundin, sem Gissur Ísleifsson biskup innleiddi 1096 var afnumin í upphafi 20. aldar. Hún tryggði fátækum framfærslu til viðbótar þeirri grunnfátæktarframfærslu, sem var hjá hreppunum. Við samþykkt stjórnarskrárinnar 1874 tóku við ýmis ákvæði um styrki úr „almennum sjóðum“ og skattheimtu með um 90 skattþrepum, sem ívilnaði þeim tekjulágu. Í dag er þetta með þveröfugum hætti, aðstoðin skert og sára fátækt skattlögð. Þeim sem leggjast inn á hjúkrunarheimili er skömmtuð skammarleg lágmarksfjárhæð til eigin nota og allir aðrir fjármunir þeirra hirtir af þeim, eins og mögulegt er. Eins er farið með Framkvæmdasjóð aldraðra. Fjármunir hirtir af ríki til reksturs og viðhalds í stað byggingar hjúkrunarheimila, sem lögin ákváðu upphaflega og sárlega vantar. Skattar ívilna þeim ríku í dag með aðeins tveimur skattþrepum. Til viðbótar eru ósýnileg skattþrep til frekari ívilnunar fyrir þá, sem lifa á eignum sínum og greiða aðeins 20% fjármagnstekjuskatt og til viðbótar ótal leiðir fyrir þá sem varðveita eignir sínar í einkahlutafélögum. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launavísitölu frá 1988, sem skerðir hlut hinna fátæku, sem greiða skatt af tekjum umfram 143.224 kr. á mánuði. Hefði hann gert það, ætti persónuafsláttur að vera um 103.000 kr. á mánuði eða að mánaðartekjur að 280.000 kr. væru ekki skattlagðar.Aðför að hinum fátæku Aðförin að öryrkjum og um 10 þúsund eldri borgurum felst í því m.a. að skammta þeim 190 til 230 þúsund kr. á mánuði eftir að hafa greitt skatt, sem er framfærsla langt undir því neysluviðmiði velferðarráðuneytisins sem talin er nauðsynleg til að geta framfleytt sér. Lögþvinguð greiðsla í lífeyrissjóð, þar sem okkur var talin trú um að við værum að spara til efri áranna, er hirt af ríkinu með krónu á móti krónu skerðingum almannatrygginga, um 30 milljarða á ári, af þeim um 10 þúsund eldri borgurum, sem fá ekkert út úr greiðslum sínum í lífeyrissjóð alla sína starfsævi. Þannig eru það að stórum hluta lífeyrissjóðirnir sem halda almannatryggingakerfinu uppi en ekki ríkissjóður. Þessir einstaklingar eru vísvitandi hnepptir í fátæktargildru og þeim gert ómögulegt að afla sér tekna með vinnu, nema að vera skattpíndir um 73% af tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði. Aðförin felst einnig í því að öll sjúkra- og þjónustugjöld hafa hækkað, lyf bera hæsta virðisaukaskatt þveröfugt við nágrannalöndin, samhliða lækkun á öllum greiðslum ríkisins til hjálpartækja, styrkja eða bóta miðað við launavísitölu, sbr. t.d. að niðurgreiðsla á tannviðgerðum þessa fólks hefur verið óbreytt frá árinu 2004, þrátt fyrir að gildandi reglugerð segi annað, því fjármunir eru ekki veittir til að uppfylla ákvæðið um 70% niðurgreiðslu, sem er í reynd í dag um 15%. Með takmarkalausu óheftu eftirliti TR yfir öryrkjum og eftirliti með skattframtölum eldri borgara kemur svo 1. júlí ár hvert með bakgreiðslum. Ef viðkomandi fékk peningagjöf, bílastyrk eða styrk til lyfjakaupa eða styrk frá sveitarfélaginu eða skrifaði bók eða seldi sumarbústaðinn sinn, svo eitthvað sé nefnt, þá eru greiðslur frá TR lækkaðar samsvarandi, þar til talið er að ofgreiðslan hafi verið endurgreidd að fullu! Það hlýtur að vera þeim öllum til skammar, sem hafa unnið að svona margbrotnu skerðingarkerfi á kostnað þeirra sem minnst hafa og vera aðför með mannréttindabroti gegn þeim og sannarlega andstætt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Styðjum hann til þess. Höfundur er fv. sóknarprestur og stjórnarmaður í Flokki fólksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar