Var Páll postuli kristinn? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Fræðimenn hafa frá örófi alda verið sammála um það að Páll postuli hafi verið einn af grundvallarsmiðum kristinnar guðfræði. Miklar breytingar hafa á hinn bóginn átt sér stað síðustu ár og áratugi í sýn fræðimanna á tengsl Páls við gyðingdóm annars vegar og kristindóm hins vegar. Nasismi 20. aldarinnar og heimsstyrjöldin síðari endurspegluðu það hatur sem gyðingar hafa þurft að líða í gegnum söguna. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar, er fólk tók að berjast fyrir réttmætari sýn á gyðinga og gyðingdóm, hófust rannsóknir á því að hvaða leyti og að hve miklu leyti Páll postuli hafi verið gyðingur. Útbreidd skoðun var sú að Páll hefði snúið baki við gyðingdómnum þegar hann varð kristinn og að hann hefði hafnað hinu gyðinglega lögmáli með öllu. Enda var gyðingdómur trúarbrögð verkaréttlætingar, samkvæmt þessari skoðun, þar sem fólk lagði mest upp úr því að framkvæma ákveðin verk samkvæmt tilteknu reglukerfi eða jafnvel sýnast framkvæma ákveðin verk til þess að öðlast réttlætingu Guðs. Páll gerðist alltso „kristinn“ og stór hluti af starfi hans fólst í að gagnrýna gyðinga og færa rök fyrir því að gyðingdómurinn væri einungis gamall, úreltur sáttmáli. Kristindómurinn innihélt nýjan sáttmála við Guð sem ógilti þann gamla og hinn nýi átrúnaður varð arftaki gyðingdómsins. Rannsóknir á síðari hluta 20. aldar sýndu hins vegar fram á að þessi sýn á gyðingdóm 1. aldar var á misskilningi byggð. Gyðingdómur var ekki átrúnaður verkaréttlætingar, hugtak sem fremur átti við um baráttu Lúthers við kaþólsku kirkjuna á 16. öld, sem alltof oft var lesin inn í aðstæður Páls á 1. öld. Pálsfræðingar tóku að átta sig á því að Páll hafnaði ekki sínum gyðinglega arfi þegar hann tók trú á Jesú sem messías. Hann hélt áfram að vera gyðingur sem fjallaði um gyðingleg málefni. Páll „snerist“ ekki til kristinnar trúar. Málið snerist ekki um „viðsnúning“ (e. conversion) frá einum átrúnaði til annars, frá gyðingdómi til kristindóms, heldur snerist málið um köllun til ákveðins hlutverks, nefnilega köllun til að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist til annarra en gyðinga, þ.e.a.s. til heiðingja. Vandamálið sem Páll glímdi við fjallaði þannig ekki um gyðingana og stöðu þeirra, heldur fjallaði það um heiðingjana og stöðu þeirra gagnvart sáttmála Guðs við gyðinga. Sáttmáli Guðs við Ísrael, við gyðinga, var einmitt þungamiðja gyðinglegrar guðfræði: Guð hefur valið sína þjóð og Ísrael hefur gengist við þessu vali. Málið hjá gyðingum 1. aldar var þess vegna ekki að reyna að „komast inn“, þ.e.a.s. að eignast hlutdeild í sáttmálanum – gyðingar áttu þegar hlutdeild í sáttmálanum. Spurningin um að breyta rétt, þ.e.a.s. að fylgja ákvæðum lögmálsins, var svar gyðinga við vali Guðs. Það er tjáning gyðinga og staðfesting á því að þeir vilji áfram eiga hlutdeild í sáttmálanum, að þeir vilji vera „inni“.Að lesa í réttri tímaröð Páll snerist sem sagt ekki til kristinnar trúar þegar hann tók trú á Jesú, enda var kristindómurinn ekki orðinn að staðreynd þegar Páll var uppi. Páll notar aldrei orðið „kristinn“ eða „kristindómur“ – síðara orðið er fyrst notað í byrjun 2. aldar. Þær spurningar sem Páll og aðrir samtímamenn hans úr Jesúhreyfingunni glímdu við voru málefni sem rædd voru innan gyðingdóms. Þetta voru gyðingleg málefni. Kristindómurinn sem slíkur varð ekki til fyrr en eftir árið 70 þegar Jesúhreyfingin tók smátt og smátt að slíta sig frá móðurátrúnaðinum í kjölfar ósigurs gyðinga í stríði þeirra við Rómverja er Jerúsalem og musteri gyðinga voru lögð í rúst. Í sagnfræðilegu samhengi er afar mikilvægt að lesa söguna í réttri tímaröð, að lesa hana ekki aftur á bak, í ljósi þess sem síðar varð. Þannig er til að mynda mikilvægt að lesa ekki frumkristna texta í ljósi þeirrar kenningar að Jesús hafi verið guð. Fæst rit Nýja testamentisins líta á Jesú sem guð, en sú kenning varð líklega fyrst til í lok 1. aldar. Var Páll postuli þá kristinn? Já og nei. Hann var „kristinn“ að því leyti að hann trúði því að Jesús hefði verið kristur, messías. En ef slíkt hugtak á að vera notað um Pál verður fólk að átta sig á því að „kristinn“ í þessu samhengi vísar til trúarlegrar afstöðu innan gyðingdóms, ákveðinnar hreyfingar innan gyðingdóms. Sögulega séð var Páll ekki kristinn að því leyti að hann hafi verið eitthvað annað en gyðingur. Hann var að öllu leyti gyðingur. Kristindómurinn var ekki til á tímum Páls.Höfundur er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fræðimenn hafa frá örófi alda verið sammála um það að Páll postuli hafi verið einn af grundvallarsmiðum kristinnar guðfræði. Miklar breytingar hafa á hinn bóginn átt sér stað síðustu ár og áratugi í sýn fræðimanna á tengsl Páls við gyðingdóm annars vegar og kristindóm hins vegar. Nasismi 20. aldarinnar og heimsstyrjöldin síðari endurspegluðu það hatur sem gyðingar hafa þurft að líða í gegnum söguna. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar, er fólk tók að berjast fyrir réttmætari sýn á gyðinga og gyðingdóm, hófust rannsóknir á því að hvaða leyti og að hve miklu leyti Páll postuli hafi verið gyðingur. Útbreidd skoðun var sú að Páll hefði snúið baki við gyðingdómnum þegar hann varð kristinn og að hann hefði hafnað hinu gyðinglega lögmáli með öllu. Enda var gyðingdómur trúarbrögð verkaréttlætingar, samkvæmt þessari skoðun, þar sem fólk lagði mest upp úr því að framkvæma ákveðin verk samkvæmt tilteknu reglukerfi eða jafnvel sýnast framkvæma ákveðin verk til þess að öðlast réttlætingu Guðs. Páll gerðist alltso „kristinn“ og stór hluti af starfi hans fólst í að gagnrýna gyðinga og færa rök fyrir því að gyðingdómurinn væri einungis gamall, úreltur sáttmáli. Kristindómurinn innihélt nýjan sáttmála við Guð sem ógilti þann gamla og hinn nýi átrúnaður varð arftaki gyðingdómsins. Rannsóknir á síðari hluta 20. aldar sýndu hins vegar fram á að þessi sýn á gyðingdóm 1. aldar var á misskilningi byggð. Gyðingdómur var ekki átrúnaður verkaréttlætingar, hugtak sem fremur átti við um baráttu Lúthers við kaþólsku kirkjuna á 16. öld, sem alltof oft var lesin inn í aðstæður Páls á 1. öld. Pálsfræðingar tóku að átta sig á því að Páll hafnaði ekki sínum gyðinglega arfi þegar hann tók trú á Jesú sem messías. Hann hélt áfram að vera gyðingur sem fjallaði um gyðingleg málefni. Páll „snerist“ ekki til kristinnar trúar. Málið snerist ekki um „viðsnúning“ (e. conversion) frá einum átrúnaði til annars, frá gyðingdómi til kristindóms, heldur snerist málið um köllun til ákveðins hlutverks, nefnilega köllun til að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist til annarra en gyðinga, þ.e.a.s. til heiðingja. Vandamálið sem Páll glímdi við fjallaði þannig ekki um gyðingana og stöðu þeirra, heldur fjallaði það um heiðingjana og stöðu þeirra gagnvart sáttmála Guðs við gyðinga. Sáttmáli Guðs við Ísrael, við gyðinga, var einmitt þungamiðja gyðinglegrar guðfræði: Guð hefur valið sína þjóð og Ísrael hefur gengist við þessu vali. Málið hjá gyðingum 1. aldar var þess vegna ekki að reyna að „komast inn“, þ.e.a.s. að eignast hlutdeild í sáttmálanum – gyðingar áttu þegar hlutdeild í sáttmálanum. Spurningin um að breyta rétt, þ.e.a.s. að fylgja ákvæðum lögmálsins, var svar gyðinga við vali Guðs. Það er tjáning gyðinga og staðfesting á því að þeir vilji áfram eiga hlutdeild í sáttmálanum, að þeir vilji vera „inni“.Að lesa í réttri tímaröð Páll snerist sem sagt ekki til kristinnar trúar þegar hann tók trú á Jesú, enda var kristindómurinn ekki orðinn að staðreynd þegar Páll var uppi. Páll notar aldrei orðið „kristinn“ eða „kristindómur“ – síðara orðið er fyrst notað í byrjun 2. aldar. Þær spurningar sem Páll og aðrir samtímamenn hans úr Jesúhreyfingunni glímdu við voru málefni sem rædd voru innan gyðingdóms. Þetta voru gyðingleg málefni. Kristindómurinn sem slíkur varð ekki til fyrr en eftir árið 70 þegar Jesúhreyfingin tók smátt og smátt að slíta sig frá móðurátrúnaðinum í kjölfar ósigurs gyðinga í stríði þeirra við Rómverja er Jerúsalem og musteri gyðinga voru lögð í rúst. Í sagnfræðilegu samhengi er afar mikilvægt að lesa söguna í réttri tímaröð, að lesa hana ekki aftur á bak, í ljósi þess sem síðar varð. Þannig er til að mynda mikilvægt að lesa ekki frumkristna texta í ljósi þeirrar kenningar að Jesús hafi verið guð. Fæst rit Nýja testamentisins líta á Jesú sem guð, en sú kenning varð líklega fyrst til í lok 1. aldar. Var Páll postuli þá kristinn? Já og nei. Hann var „kristinn“ að því leyti að hann trúði því að Jesús hefði verið kristur, messías. En ef slíkt hugtak á að vera notað um Pál verður fólk að átta sig á því að „kristinn“ í þessu samhengi vísar til trúarlegrar afstöðu innan gyðingdóms, ákveðinnar hreyfingar innan gyðingdóms. Sögulega séð var Páll ekki kristinn að því leyti að hann hafi verið eitthvað annað en gyðingur. Hann var að öllu leyti gyðingur. Kristindómurinn var ekki til á tímum Páls.Höfundur er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun