Slæmur skellur í fyrsta leik hjá stelpunum á Smáþjóðaleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2017 14:42 Íslensku stelpurnar fyrir leik. Mynd/KKÍ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar ekki vel á Smáþjóðaleikunum í San Marinó en liðið tapaði með 19 stigum á móti Möltu í dag, 68-49. Tapið þýðir að íslenska liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna gullverðlaun á mótinu. Þetta er stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum frá 1991 og stærsta tap Íslands fyrir Möltu frá upphafi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 27 prósent skota sinna í þessum leik og Malta skoraði 25 stig eftir tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Það sást því langar leiðir að þetta var fyrsti landsleikur stelpnanna í meira en sex mánuði. Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig og 11 fráköst. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með í dag en hún var hvíld vegna meiðsla á kálfa. Liðin hittu illa í byrjun en í stöðunni 5-5 skildu leiðir. Malta skoraði fjórtán stig í röð og leiddi síðan 19-6 eftir fyrsta leikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 15 prósent skota sinna í fyrsta leikhluta liðsins á árinu 2017 (2 af 13). Maltneska liðið var komið 23 stigum yfir, 30-7, þegar annar leikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sautján stig fyrir hálfleik, 37-20. Íslenska liðið náði hinsvegar ekki að laga stöðuna í þriðja leikhlutanum sem liðið tapaði 23-12 og var þar með komið 28 stigum undir, 60-32, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar löguðu stöðuna í lokin með því að skora 15 af síðustu 19 stigum leiksins og munurinn var því „bara“ 19 stig í lokin. Malta hefur unnið tvo stórsigra á leikunum því liðið vann 31 stigs sigur á Kýpur í gær. Lúxemborg er fjórða liðið á leikunum en Lúxemborg vann 59-47 sigur á Kýpur fyrr í dag.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig, 11 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7 stig Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 stig Berglind Gunnarsdóttir 4 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 2 stig Hallveig Jónsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Sara Rún Hinriksdóttir 1 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði ekki í sínum fyrsta landsleik. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar ekki vel á Smáþjóðaleikunum í San Marinó en liðið tapaði með 19 stigum á móti Möltu í dag, 68-49. Tapið þýðir að íslenska liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna gullverðlaun á mótinu. Þetta er stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum frá 1991 og stærsta tap Íslands fyrir Möltu frá upphafi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 27 prósent skota sinna í þessum leik og Malta skoraði 25 stig eftir tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Það sást því langar leiðir að þetta var fyrsti landsleikur stelpnanna í meira en sex mánuði. Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig og 11 fráköst. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með í dag en hún var hvíld vegna meiðsla á kálfa. Liðin hittu illa í byrjun en í stöðunni 5-5 skildu leiðir. Malta skoraði fjórtán stig í röð og leiddi síðan 19-6 eftir fyrsta leikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 15 prósent skota sinna í fyrsta leikhluta liðsins á árinu 2017 (2 af 13). Maltneska liðið var komið 23 stigum yfir, 30-7, þegar annar leikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sautján stig fyrir hálfleik, 37-20. Íslenska liðið náði hinsvegar ekki að laga stöðuna í þriðja leikhlutanum sem liðið tapaði 23-12 og var þar með komið 28 stigum undir, 60-32, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar löguðu stöðuna í lokin með því að skora 15 af síðustu 19 stigum leiksins og munurinn var því „bara“ 19 stig í lokin. Malta hefur unnið tvo stórsigra á leikunum því liðið vann 31 stigs sigur á Kýpur í gær. Lúxemborg er fjórða liðið á leikunum en Lúxemborg vann 59-47 sigur á Kýpur fyrr í dag.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig, 11 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7 stig Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 stig Berglind Gunnarsdóttir 4 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 2 stig Hallveig Jónsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Sara Rún Hinriksdóttir 1 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði ekki í sínum fyrsta landsleik.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira