Slæmur skellur í fyrsta leik hjá stelpunum á Smáþjóðaleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2017 14:42 Íslensku stelpurnar fyrir leik. Mynd/KKÍ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar ekki vel á Smáþjóðaleikunum í San Marinó en liðið tapaði með 19 stigum á móti Möltu í dag, 68-49. Tapið þýðir að íslenska liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna gullverðlaun á mótinu. Þetta er stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum frá 1991 og stærsta tap Íslands fyrir Möltu frá upphafi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 27 prósent skota sinna í þessum leik og Malta skoraði 25 stig eftir tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Það sást því langar leiðir að þetta var fyrsti landsleikur stelpnanna í meira en sex mánuði. Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig og 11 fráköst. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með í dag en hún var hvíld vegna meiðsla á kálfa. Liðin hittu illa í byrjun en í stöðunni 5-5 skildu leiðir. Malta skoraði fjórtán stig í röð og leiddi síðan 19-6 eftir fyrsta leikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 15 prósent skota sinna í fyrsta leikhluta liðsins á árinu 2017 (2 af 13). Maltneska liðið var komið 23 stigum yfir, 30-7, þegar annar leikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sautján stig fyrir hálfleik, 37-20. Íslenska liðið náði hinsvegar ekki að laga stöðuna í þriðja leikhlutanum sem liðið tapaði 23-12 og var þar með komið 28 stigum undir, 60-32, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar löguðu stöðuna í lokin með því að skora 15 af síðustu 19 stigum leiksins og munurinn var því „bara“ 19 stig í lokin. Malta hefur unnið tvo stórsigra á leikunum því liðið vann 31 stigs sigur á Kýpur í gær. Lúxemborg er fjórða liðið á leikunum en Lúxemborg vann 59-47 sigur á Kýpur fyrr í dag.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig, 11 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7 stig Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 stig Berglind Gunnarsdóttir 4 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 2 stig Hallveig Jónsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Sara Rún Hinriksdóttir 1 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði ekki í sínum fyrsta landsleik. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar ekki vel á Smáþjóðaleikunum í San Marinó en liðið tapaði með 19 stigum á móti Möltu í dag, 68-49. Tapið þýðir að íslenska liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna gullverðlaun á mótinu. Þetta er stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum frá 1991 og stærsta tap Íslands fyrir Möltu frá upphafi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 27 prósent skota sinna í þessum leik og Malta skoraði 25 stig eftir tapaða bolta hjá íslenska liðinu. Það sást því langar leiðir að þetta var fyrsti landsleikur stelpnanna í meira en sex mánuði. Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 13 stig og 11 fráköst. Helena Sverrisdóttir spilaði ekki með í dag en hún var hvíld vegna meiðsla á kálfa. Liðin hittu illa í byrjun en í stöðunni 5-5 skildu leiðir. Malta skoraði fjórtán stig í röð og leiddi síðan 19-6 eftir fyrsta leikhlutann. Íslensku stelpurnar hittu aðeins úr 15 prósent skota sinna í fyrsta leikhluta liðsins á árinu 2017 (2 af 13). Maltneska liðið var komið 23 stigum yfir, 30-7, þegar annar leikhlutinn var hálfnaður en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sautján stig fyrir hálfleik, 37-20. Íslenska liðið náði hinsvegar ekki að laga stöðuna í þriðja leikhlutanum sem liðið tapaði 23-12 og var þar með komið 28 stigum undir, 60-32, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku stelpurnar löguðu stöðuna í lokin með því að skora 15 af síðustu 19 stigum leiksins og munurinn var því „bara“ 19 stig í lokin. Malta hefur unnið tvo stórsigra á leikunum því liðið vann 31 stigs sigur á Kýpur í gær. Lúxemborg er fjórða liðið á leikunum en Lúxemborg vann 59-47 sigur á Kýpur fyrr í dag.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig, 11 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7 stig Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5 stig Berglind Gunnarsdóttir 4 stig Ingunn Embla Kristínardóttir 2 stig Hallveig Jónsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Sara Rún Hinriksdóttir 1 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði ekki í sínum fyrsta landsleik.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira