Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Valsmenn fagna í leikslok. vísir/ernir „Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira