Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2017 13:15 Frá opnun Costco í morgun. vísir/eyþór Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira