Ferðaþjónusta – frá eldgosi til hamfara af mannavöldum Unnur Svavarsdóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Á upphafsdögum gossins í Eyjafjallajökli, meðan eingöngu gaus á Fimmvörðuhálsi, ákvað ég og þrír aðrir að stofna ferðaskrifstofu sem mundi sérhæfa sig í móttöku erlendra gesta. Ég byggi á áratuga reynslu úr ferðaþjónustu og tveir hluthafanna eiga og reka ferðaskrifstofu í Hollandi sem sérhæfir sig í Íslandsferðum. Við töldum okkur hafa góðan grunn og að eldgosið yrði okkur ekki til mikilla trafala. Sem ekki varð, heldur hefur mestum vandræðum valdið hvað rekstrarumhverfið er óstöðugt. Óstöðugleikann má kalla manngerðar hamfarir og er að hluta til af völdum stjórnvalda. Það sem ferðaskrifstofa eins og okkar gerir, er að velja þjónustuframboð frá öðrum innlendum fyrirtækjum, eins og gistingu, mat, bílaleigubíla og afþreyingu, raða því saman og selja sem einn pakka. Það skiptir okkur því ekki máli á hvaða þjónustuþátt ferðaþjónustunnar skattar og álögur eru lagðar, það endar í heildarverði pakkanna okkar. Frá þeim tíma þegar mitt fyrirtæki var stofnað árið 2010 höfum við farið í gegnum fjórar skattabreytingar í okkar rekstrarumhverfi. Ef af verður að færa ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskatts á miðju ári 2018 og lækka svo það þrep í ársbyrjun 2019, þá verða skattbreytingar orðnar sex, þ.e. breyting á hverju ári frá 2015 til 2019.Þessar breytingar eru: Innleiðing gistináttagjalds árið 2012. Árið 2015 breyttist prósenta virðisaukaskatts á t.d. gistingu úr 7% í 11% (og fyrirvarinn var um tvær vikur). Árið 2016 innleiðing virðisaukaskatts á alla þætti ferðaþjónustu að innanlandsflugi og ferjusiglingum undanskildum. Árið 2017 hækkun á gistináttagjaldi frá 1. september 2017. Árið 2018 flutningur flestra þátta ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskatts á miðju ári. Árið 2019 breyting á prósentu virðisaukaskatts. Allar þessar skattabreytingar, ásamt kostnaðarhækkunum á borð við launahækkanir, skila sér beint út í verð á ferðum okkar sem viljum stunda heiðarleg viðskipti og fara að lögum og reglum. Það hefur lengi verið um talað að töluvert sé af svartri starfsemi í ferðaþjónustu. Aðilar komist upp með að bjóða þjónustu sína á eigin heimasíðum og erlendum sölusíðum, án þess að vera með tilskilin leyfi og án þess að skila virðisaukaskatti. Ég var ein þeirra sem studdi það að öll ferðaþjónusta færi inn í virðisaukaskattskerfið í ársbyrjun 2016. Vonir stóðu til að þá yrði fastar tekið á leyfislausri starfsemi. Því miður er ekki að sjá nein áform um það, heldur ýtir fyrirhuguð tvöföldun á virðisaukaskatti stórum hluta ferðaþjónustu enn frekar undir muninn á þeirri þjónustu sem seld er „svart“ og þjónustu okkar sem viljum vinna í samræmi við lög. Fyrir erlendan ferðamann sem vafrar um netið og skipuleggur sína Íslandsferð, er það ekki auðgreinanlegt hvaða aðilar skila sínum sköttum og hverjir starfa ólöglega utan íslensks skattkerfis. Einföldun skattkerfis er nefnt sem rök fyrir tvöföldun virðisaukaskattsins, en þetta verður ekki einföldun fyrir okkar rekstur. Hefðbundin ferð um Ísland samanstendur af mörgum þjónustuþáttum, bílaleigupakki innifelur til dæmis: bílaleigubíl (nú í 24% vsk.), gistingu (11% vsk.), kvöldverð á veitingahúsi (11% vsk.), innanlandsflug (0% vsk.). Þarna erum við að vinna með þrjú þrep virðisaukaskatts. Eins og fyrirhugaðar breytingar hafa verið kynntar þá verður skattainnheimta okkar eftir 1. júlí 2018: bílaleigubíll (nú í 24% vsk.), gisting (24% vsk.), kvöldverður á veitingahúsi (11% vsk.), innanlandsflug (0% vsk.), áfram þrjú þrep. Í hverju felst einföldunin? Ég óttast að tvöföldun á virðisaukaskatti á stóran hluta ferðaþjónustunnar geri verðmuninn á ferðum frá löghlýðnum fyrirtækjum og þeim óskráðu og leyfislausu það mikinn að kaup á Íslandsferðum færist nærri öll yfir í skuggahagkerfið og til leyfislausra aðila sem ekki skila sköttum, þar með talið virðisaukaskatti. Lokaútkoman verði minni tekjur ríkisjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á upphafsdögum gossins í Eyjafjallajökli, meðan eingöngu gaus á Fimmvörðuhálsi, ákvað ég og þrír aðrir að stofna ferðaskrifstofu sem mundi sérhæfa sig í móttöku erlendra gesta. Ég byggi á áratuga reynslu úr ferðaþjónustu og tveir hluthafanna eiga og reka ferðaskrifstofu í Hollandi sem sérhæfir sig í Íslandsferðum. Við töldum okkur hafa góðan grunn og að eldgosið yrði okkur ekki til mikilla trafala. Sem ekki varð, heldur hefur mestum vandræðum valdið hvað rekstrarumhverfið er óstöðugt. Óstöðugleikann má kalla manngerðar hamfarir og er að hluta til af völdum stjórnvalda. Það sem ferðaskrifstofa eins og okkar gerir, er að velja þjónustuframboð frá öðrum innlendum fyrirtækjum, eins og gistingu, mat, bílaleigubíla og afþreyingu, raða því saman og selja sem einn pakka. Það skiptir okkur því ekki máli á hvaða þjónustuþátt ferðaþjónustunnar skattar og álögur eru lagðar, það endar í heildarverði pakkanna okkar. Frá þeim tíma þegar mitt fyrirtæki var stofnað árið 2010 höfum við farið í gegnum fjórar skattabreytingar í okkar rekstrarumhverfi. Ef af verður að færa ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskatts á miðju ári 2018 og lækka svo það þrep í ársbyrjun 2019, þá verða skattbreytingar orðnar sex, þ.e. breyting á hverju ári frá 2015 til 2019.Þessar breytingar eru: Innleiðing gistináttagjalds árið 2012. Árið 2015 breyttist prósenta virðisaukaskatts á t.d. gistingu úr 7% í 11% (og fyrirvarinn var um tvær vikur). Árið 2016 innleiðing virðisaukaskatts á alla þætti ferðaþjónustu að innanlandsflugi og ferjusiglingum undanskildum. Árið 2017 hækkun á gistináttagjaldi frá 1. september 2017. Árið 2018 flutningur flestra þátta ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskatts á miðju ári. Árið 2019 breyting á prósentu virðisaukaskatts. Allar þessar skattabreytingar, ásamt kostnaðarhækkunum á borð við launahækkanir, skila sér beint út í verð á ferðum okkar sem viljum stunda heiðarleg viðskipti og fara að lögum og reglum. Það hefur lengi verið um talað að töluvert sé af svartri starfsemi í ferðaþjónustu. Aðilar komist upp með að bjóða þjónustu sína á eigin heimasíðum og erlendum sölusíðum, án þess að vera með tilskilin leyfi og án þess að skila virðisaukaskatti. Ég var ein þeirra sem studdi það að öll ferðaþjónusta færi inn í virðisaukaskattskerfið í ársbyrjun 2016. Vonir stóðu til að þá yrði fastar tekið á leyfislausri starfsemi. Því miður er ekki að sjá nein áform um það, heldur ýtir fyrirhuguð tvöföldun á virðisaukaskatti stórum hluta ferðaþjónustu enn frekar undir muninn á þeirri þjónustu sem seld er „svart“ og þjónustu okkar sem viljum vinna í samræmi við lög. Fyrir erlendan ferðamann sem vafrar um netið og skipuleggur sína Íslandsferð, er það ekki auðgreinanlegt hvaða aðilar skila sínum sköttum og hverjir starfa ólöglega utan íslensks skattkerfis. Einföldun skattkerfis er nefnt sem rök fyrir tvöföldun virðisaukaskattsins, en þetta verður ekki einföldun fyrir okkar rekstur. Hefðbundin ferð um Ísland samanstendur af mörgum þjónustuþáttum, bílaleigupakki innifelur til dæmis: bílaleigubíl (nú í 24% vsk.), gistingu (11% vsk.), kvöldverð á veitingahúsi (11% vsk.), innanlandsflug (0% vsk.). Þarna erum við að vinna með þrjú þrep virðisaukaskatts. Eins og fyrirhugaðar breytingar hafa verið kynntar þá verður skattainnheimta okkar eftir 1. júlí 2018: bílaleigubíll (nú í 24% vsk.), gisting (24% vsk.), kvöldverður á veitingahúsi (11% vsk.), innanlandsflug (0% vsk.), áfram þrjú þrep. Í hverju felst einföldunin? Ég óttast að tvöföldun á virðisaukaskatti á stóran hluta ferðaþjónustunnar geri verðmuninn á ferðum frá löghlýðnum fyrirtækjum og þeim óskráðu og leyfislausu það mikinn að kaup á Íslandsferðum færist nærri öll yfir í skuggahagkerfið og til leyfislausra aðila sem ekki skila sköttum, þar með talið virðisaukaskatti. Lokaútkoman verði minni tekjur ríkisjóðs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar