Tvöföld málsmeðferð/refsing Vala Valtýsdóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Nú nýverið komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum tveggja einstaklinga þar sem meðferð skattalagabrota þeirra bryti gegn banni við endurtekinni málsmeðferð. Fengu þeir bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, 5.000 evrur hvor um sig. Í niðurstöðu dómsins segir að þar sem einstaklingarnir hafi ekki greitt dæmda sekt þá hafi þeir ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjón. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að bæta þyrfti þeim ófjárhagslegt tjón/miskabætur að fjárhæð 5.000 evrur vegna þess óréttlætis og gremju sem þeir hljóta að hafa fundið fyrir. Af lestri dómsins þykir ljóst að fyrst og fremst er dómstóllinn að hnýta í hversu langan tíma málsmeðferðin tók. Þannig liggur fyrir að rannsókn á skattskilum annars einstaklingsins hófst 17. nóvember 2003 og í raun lauk þeirri málsmeðferð með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013. Málsmeðferð skattamálsins tók því samtals um níu ár og þrjá mánuði. Skattrannsóknarstjóri rannsakaði skattamálið í byrjun og var álagning skattyfirvalda byggð á þeirri rannsókn sem lauk með skýrslu 27. október 2004. Í framhaldi af því, eða 12. nóvember 2004, sendi skattrannsóknarstjóri skýrslu sína til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til opinberrar meðferðar þar sem um veruleg skattsvik væri að ræða. Í ágúst 2006 var voru einstaklingarnir fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá ríkislögreglustjóra. Þannig liðu um tvö ár frá því málinu lauk hjá skattyfirvöldum þar til ríkislögreglustjóri hóf seinni rannsóknina á sama málinu. Það var síðan ekki fyrr en 18. desember 2008 sem gefnar voru út ákærur á hendur þeim fyrir veruleg skattalagabrot. Þann 9. desember 2011 dæmdi héraðsómur einstaklingana fyrir veruleg skattabrot sem Hæstiréttur staðfesti síðan að mestu leyti 7. febrúar 2013. Í dómi Hæstaréttar var tekið tillit til þess hversu langan tíma málið tók og auk þess álags í álagningarmáli hjá skattyfirvöldum. Af lestri dóms Mannréttindadómstólsins verður ekki annað skilið en að það sé fyrst og fremst fundið að því að málið dróst úr hömlu vegna tvöfaldrar rannsóknar, þ.e. fyrst hjá skattrannsóknarstjóra og síðan hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einstaklingarnir höfðu ekki greitt þær sektir sem Hæstiréttur hafði úrskurðað um þá hefðu þeir ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Vegna þessa var ekki úrskurðað um hvort íslensk lög brytu í bága við banni um tvöfalda refsingu. Það er miður að ekki hafi fengist skýr niðurstaða um hvort álag hjá skattyfirvöldum valdi því að dómstólar geti ekki lagt á sektir vegna alvarlegra skattalagabrota, vegna banns við tvöfaldri refsingu, og verðum við því enn að bíða dóms um það.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum tveggja einstaklinga þar sem meðferð skattalagabrota þeirra bryti gegn banni við endurtekinni málsmeðferð. Fengu þeir bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, 5.000 evrur hvor um sig. Í niðurstöðu dómsins segir að þar sem einstaklingarnir hafi ekki greitt dæmda sekt þá hafi þeir ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjón. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að bæta þyrfti þeim ófjárhagslegt tjón/miskabætur að fjárhæð 5.000 evrur vegna þess óréttlætis og gremju sem þeir hljóta að hafa fundið fyrir. Af lestri dómsins þykir ljóst að fyrst og fremst er dómstóllinn að hnýta í hversu langan tíma málsmeðferðin tók. Þannig liggur fyrir að rannsókn á skattskilum annars einstaklingsins hófst 17. nóvember 2003 og í raun lauk þeirri málsmeðferð með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013. Málsmeðferð skattamálsins tók því samtals um níu ár og þrjá mánuði. Skattrannsóknarstjóri rannsakaði skattamálið í byrjun og var álagning skattyfirvalda byggð á þeirri rannsókn sem lauk með skýrslu 27. október 2004. Í framhaldi af því, eða 12. nóvember 2004, sendi skattrannsóknarstjóri skýrslu sína til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til opinberrar meðferðar þar sem um veruleg skattsvik væri að ræða. Í ágúst 2006 var voru einstaklingarnir fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá ríkislögreglustjóra. Þannig liðu um tvö ár frá því málinu lauk hjá skattyfirvöldum þar til ríkislögreglustjóri hóf seinni rannsóknina á sama málinu. Það var síðan ekki fyrr en 18. desember 2008 sem gefnar voru út ákærur á hendur þeim fyrir veruleg skattalagabrot. Þann 9. desember 2011 dæmdi héraðsómur einstaklingana fyrir veruleg skattabrot sem Hæstiréttur staðfesti síðan að mestu leyti 7. febrúar 2013. Í dómi Hæstaréttar var tekið tillit til þess hversu langan tíma málið tók og auk þess álags í álagningarmáli hjá skattyfirvöldum. Af lestri dóms Mannréttindadómstólsins verður ekki annað skilið en að það sé fyrst og fremst fundið að því að málið dróst úr hömlu vegna tvöfaldrar rannsóknar, þ.e. fyrst hjá skattrannsóknarstjóra og síðan hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þar sem einstaklingarnir höfðu ekki greitt þær sektir sem Hæstiréttur hafði úrskurðað um þá hefðu þeir ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Vegna þessa var ekki úrskurðað um hvort íslensk lög brytu í bága við banni um tvöfalda refsingu. Það er miður að ekki hafi fengist skýr niðurstaða um hvort álag hjá skattyfirvöldum valdi því að dómstólar geti ekki lagt á sektir vegna alvarlegra skattalagabrota, vegna banns við tvöfaldri refsingu, og verðum við því enn að bíða dóms um það.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar