Efnilegasti markvörður landsins í þremur landsliðum samtímis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Mynd/Frammyndir/Ljósmynd JGK Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli. Olís-deild karla Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli.
Olís-deild karla Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira