Hrútar og Gróur á Leiti? Jakob S. Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað og skrafað um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hér verður ekki tekið á því máli, en hins vegar vakin upp sú spurning, hvers konar umræðuhefð við viljum að fjölmiðlar og aðrir tileinki sér í umræðu um stjórnmál og þjóðmál. Þannig mátti lesa í ónefndum fjölmiðli 18. apríl sl.: „... a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja fjármálaáætlunina nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð. Þetta eru þau Njáll Trausti Friðbertsson, sem er hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri, og Valgerður Gunnarsdóttir, en synir hennar reka gistiþjónustu á Norðurlandi.“ Í á öldum ljósvakans mátti þann 22. apríl sl., heyra eftirfarandi: „… Það eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem að styðja ekki hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu úr 11% í 24%, sem sagt í þetta almenna þrep, það eru þá Valgerður Gunnarsdóttir (…) einhver þeirra eiga sjálf hagsmuna að gæta … Synir Valgerðar reka ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi …“ Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvaða fréttamenn eiga hér í hlut; en vegna hinnar almennu umræðu um frétta- og blaðamennsku má íhuga þessi orð og hvað þau fela í sér. Hingað til hafa fréttamenn ekki dregið í efa afstöðu þingmanna í hinum og þessum málefnum þótt þeir hinir sömu hafi haft augljósra hagsmuna að gæta. Hafa ekki útgerðarmenn setið á þingi án þess að það væri sérstaklega haft til marks um að draga mætti í efa afstöðu þeirra til málefna sjávarútvegs? Nú, eða allir bændurnir á þingi sem fjallað hafa hiklaust um landbúnaðinn? Þeir ættu þá að hafa verið dregnir í efa fyrir það eitt að vera bændur! Hvorugum fréttamanninum sem vitnað er til hér að ofan dettur í hug að þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem nefndir eru í tilvitnunum, þyki miður að flokksforysta þeirra og samstarfsmenn í ríkisstjórn skuli ganga í berhögg við kosningaloforð! Það væri þó ekkert ósennileg skýring á afstöðu þeirra. Nei, það eru hagsmuna- og fjölskylduástæður, sem tíndar eru til, án þess að minnsta ástæða sé til! Þessir þingmenn skulu grunaðir um að ganga eigin erinda og gæta ekki hagsmuna kjósenda sinna eða almennings. Ég veit ekki hvað kalla skal slíka fréttamennsku, en hún fer nálægt aðferðafræði Gróu á Leiti. En hér er líka mishátt reitt til höggs. Mér er til efs að fréttamennirnir, karlmenn báðir tveir, geri sér einu sinni grein fyrir því. Ég ætla þeim ekki svo illt að vera meðvitaðir um hvað þeir eru að gera í raun, en svona er myndin máluð upp: Njáll Trausti er „hluthafi“ í fyrirtæki. Valgerður Gunnarsdóttir er „móðir“. Lágkúrulegra verður það varla, enda á þessi retórík sér rætur í aldagömlu karlasamfélagi, sem ætti að vera búið að henda út á hauga fyrir löngu. Fréttamennirnir báðir spá í afstöðu Valgerðar Gunnarsdóttur út frá því sjónarmiði að synir hennar reka ferðaþjónustufyrirtæki. Í skjóli fréttamannstitils er dylgjað að Valgerður hugsi sem móðir og það í hagsmunamáli sem varðar hag og lífsvon heillar atvinnugreinar, svo ekki sé minnst á byggðasjónarmið. Það er nærtækt að grípa til nýyrðis Hallgríms Helgasonar og kalla þetta hrútskýringu. Hrútafréttamennsku. Ljóst er að karlasamfélagið er ekki liðið undir lok þegar draugar þess og mórar ná að éta sig svona illilega inn í saklausar fréttamannssálir. Þær verða að passa sig. Gróa á Leiti og hrútar eiga ekki heima í fjölmiðlum. Fréttamenn verða að standa undir nafni og vanda vinnubrögðin, annars er í voða teflt skynsamlegri umræðu um þjóðmál og stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað og skrafað um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hér verður ekki tekið á því máli, en hins vegar vakin upp sú spurning, hvers konar umræðuhefð við viljum að fjölmiðlar og aðrir tileinki sér í umræðu um stjórnmál og þjóðmál. Þannig mátti lesa í ónefndum fjölmiðli 18. apríl sl.: „... a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja fjármálaáætlunina nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð. Þetta eru þau Njáll Trausti Friðbertsson, sem er hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri, og Valgerður Gunnarsdóttir, en synir hennar reka gistiþjónustu á Norðurlandi.“ Í á öldum ljósvakans mátti þann 22. apríl sl., heyra eftirfarandi: „… Það eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem að styðja ekki hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu úr 11% í 24%, sem sagt í þetta almenna þrep, það eru þá Valgerður Gunnarsdóttir (…) einhver þeirra eiga sjálf hagsmuna að gæta … Synir Valgerðar reka ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi …“ Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvaða fréttamenn eiga hér í hlut; en vegna hinnar almennu umræðu um frétta- og blaðamennsku má íhuga þessi orð og hvað þau fela í sér. Hingað til hafa fréttamenn ekki dregið í efa afstöðu þingmanna í hinum og þessum málefnum þótt þeir hinir sömu hafi haft augljósra hagsmuna að gæta. Hafa ekki útgerðarmenn setið á þingi án þess að það væri sérstaklega haft til marks um að draga mætti í efa afstöðu þeirra til málefna sjávarútvegs? Nú, eða allir bændurnir á þingi sem fjallað hafa hiklaust um landbúnaðinn? Þeir ættu þá að hafa verið dregnir í efa fyrir það eitt að vera bændur! Hvorugum fréttamanninum sem vitnað er til hér að ofan dettur í hug að þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem nefndir eru í tilvitnunum, þyki miður að flokksforysta þeirra og samstarfsmenn í ríkisstjórn skuli ganga í berhögg við kosningaloforð! Það væri þó ekkert ósennileg skýring á afstöðu þeirra. Nei, það eru hagsmuna- og fjölskylduástæður, sem tíndar eru til, án þess að minnsta ástæða sé til! Þessir þingmenn skulu grunaðir um að ganga eigin erinda og gæta ekki hagsmuna kjósenda sinna eða almennings. Ég veit ekki hvað kalla skal slíka fréttamennsku, en hún fer nálægt aðferðafræði Gróu á Leiti. En hér er líka mishátt reitt til höggs. Mér er til efs að fréttamennirnir, karlmenn báðir tveir, geri sér einu sinni grein fyrir því. Ég ætla þeim ekki svo illt að vera meðvitaðir um hvað þeir eru að gera í raun, en svona er myndin máluð upp: Njáll Trausti er „hluthafi“ í fyrirtæki. Valgerður Gunnarsdóttir er „móðir“. Lágkúrulegra verður það varla, enda á þessi retórík sér rætur í aldagömlu karlasamfélagi, sem ætti að vera búið að henda út á hauga fyrir löngu. Fréttamennirnir báðir spá í afstöðu Valgerðar Gunnarsdóttur út frá því sjónarmiði að synir hennar reka ferðaþjónustufyrirtæki. Í skjóli fréttamannstitils er dylgjað að Valgerður hugsi sem móðir og það í hagsmunamáli sem varðar hag og lífsvon heillar atvinnugreinar, svo ekki sé minnst á byggðasjónarmið. Það er nærtækt að grípa til nýyrðis Hallgríms Helgasonar og kalla þetta hrútskýringu. Hrútafréttamennsku. Ljóst er að karlasamfélagið er ekki liðið undir lok þegar draugar þess og mórar ná að éta sig svona illilega inn í saklausar fréttamannssálir. Þær verða að passa sig. Gróa á Leiti og hrútar eiga ekki heima í fjölmiðlum. Fréttamenn verða að standa undir nafni og vanda vinnubrögðin, annars er í voða teflt skynsamlegri umræðu um þjóðmál og stjórnmál.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar