Hrútar og Gróur á Leiti? Jakob S. Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað og skrafað um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hér verður ekki tekið á því máli, en hins vegar vakin upp sú spurning, hvers konar umræðuhefð við viljum að fjölmiðlar og aðrir tileinki sér í umræðu um stjórnmál og þjóðmál. Þannig mátti lesa í ónefndum fjölmiðli 18. apríl sl.: „... a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja fjármálaáætlunina nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð. Þetta eru þau Njáll Trausti Friðbertsson, sem er hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri, og Valgerður Gunnarsdóttir, en synir hennar reka gistiþjónustu á Norðurlandi.“ Í á öldum ljósvakans mátti þann 22. apríl sl., heyra eftirfarandi: „… Það eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem að styðja ekki hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu úr 11% í 24%, sem sagt í þetta almenna þrep, það eru þá Valgerður Gunnarsdóttir (…) einhver þeirra eiga sjálf hagsmuna að gæta … Synir Valgerðar reka ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi …“ Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvaða fréttamenn eiga hér í hlut; en vegna hinnar almennu umræðu um frétta- og blaðamennsku má íhuga þessi orð og hvað þau fela í sér. Hingað til hafa fréttamenn ekki dregið í efa afstöðu þingmanna í hinum og þessum málefnum þótt þeir hinir sömu hafi haft augljósra hagsmuna að gæta. Hafa ekki útgerðarmenn setið á þingi án þess að það væri sérstaklega haft til marks um að draga mætti í efa afstöðu þeirra til málefna sjávarútvegs? Nú, eða allir bændurnir á þingi sem fjallað hafa hiklaust um landbúnaðinn? Þeir ættu þá að hafa verið dregnir í efa fyrir það eitt að vera bændur! Hvorugum fréttamanninum sem vitnað er til hér að ofan dettur í hug að þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem nefndir eru í tilvitnunum, þyki miður að flokksforysta þeirra og samstarfsmenn í ríkisstjórn skuli ganga í berhögg við kosningaloforð! Það væri þó ekkert ósennileg skýring á afstöðu þeirra. Nei, það eru hagsmuna- og fjölskylduástæður, sem tíndar eru til, án þess að minnsta ástæða sé til! Þessir þingmenn skulu grunaðir um að ganga eigin erinda og gæta ekki hagsmuna kjósenda sinna eða almennings. Ég veit ekki hvað kalla skal slíka fréttamennsku, en hún fer nálægt aðferðafræði Gróu á Leiti. En hér er líka mishátt reitt til höggs. Mér er til efs að fréttamennirnir, karlmenn báðir tveir, geri sér einu sinni grein fyrir því. Ég ætla þeim ekki svo illt að vera meðvitaðir um hvað þeir eru að gera í raun, en svona er myndin máluð upp: Njáll Trausti er „hluthafi“ í fyrirtæki. Valgerður Gunnarsdóttir er „móðir“. Lágkúrulegra verður það varla, enda á þessi retórík sér rætur í aldagömlu karlasamfélagi, sem ætti að vera búið að henda út á hauga fyrir löngu. Fréttamennirnir báðir spá í afstöðu Valgerðar Gunnarsdóttur út frá því sjónarmiði að synir hennar reka ferðaþjónustufyrirtæki. Í skjóli fréttamannstitils er dylgjað að Valgerður hugsi sem móðir og það í hagsmunamáli sem varðar hag og lífsvon heillar atvinnugreinar, svo ekki sé minnst á byggðasjónarmið. Það er nærtækt að grípa til nýyrðis Hallgríms Helgasonar og kalla þetta hrútskýringu. Hrútafréttamennsku. Ljóst er að karlasamfélagið er ekki liðið undir lok þegar draugar þess og mórar ná að éta sig svona illilega inn í saklausar fréttamannssálir. Þær verða að passa sig. Gróa á Leiti og hrútar eiga ekki heima í fjölmiðlum. Fréttamenn verða að standa undir nafni og vanda vinnubrögðin, annars er í voða teflt skynsamlegri umræðu um þjóðmál og stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað og skrafað um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hér verður ekki tekið á því máli, en hins vegar vakin upp sú spurning, hvers konar umræðuhefð við viljum að fjölmiðlar og aðrir tileinki sér í umræðu um stjórnmál og þjóðmál. Þannig mátti lesa í ónefndum fjölmiðli 18. apríl sl.: „... a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja fjármálaáætlunina nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð. Þetta eru þau Njáll Trausti Friðbertsson, sem er hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri, og Valgerður Gunnarsdóttir, en synir hennar reka gistiþjónustu á Norðurlandi.“ Í á öldum ljósvakans mátti þann 22. apríl sl., heyra eftirfarandi: „… Það eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem að styðja ekki hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu úr 11% í 24%, sem sagt í þetta almenna þrep, það eru þá Valgerður Gunnarsdóttir (…) einhver þeirra eiga sjálf hagsmuna að gæta … Synir Valgerðar reka ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi …“ Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvaða fréttamenn eiga hér í hlut; en vegna hinnar almennu umræðu um frétta- og blaðamennsku má íhuga þessi orð og hvað þau fela í sér. Hingað til hafa fréttamenn ekki dregið í efa afstöðu þingmanna í hinum og þessum málefnum þótt þeir hinir sömu hafi haft augljósra hagsmuna að gæta. Hafa ekki útgerðarmenn setið á þingi án þess að það væri sérstaklega haft til marks um að draga mætti í efa afstöðu þeirra til málefna sjávarútvegs? Nú, eða allir bændurnir á þingi sem fjallað hafa hiklaust um landbúnaðinn? Þeir ættu þá að hafa verið dregnir í efa fyrir það eitt að vera bændur! Hvorugum fréttamanninum sem vitnað er til hér að ofan dettur í hug að þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem nefndir eru í tilvitnunum, þyki miður að flokksforysta þeirra og samstarfsmenn í ríkisstjórn skuli ganga í berhögg við kosningaloforð! Það væri þó ekkert ósennileg skýring á afstöðu þeirra. Nei, það eru hagsmuna- og fjölskylduástæður, sem tíndar eru til, án þess að minnsta ástæða sé til! Þessir þingmenn skulu grunaðir um að ganga eigin erinda og gæta ekki hagsmuna kjósenda sinna eða almennings. Ég veit ekki hvað kalla skal slíka fréttamennsku, en hún fer nálægt aðferðafræði Gróu á Leiti. En hér er líka mishátt reitt til höggs. Mér er til efs að fréttamennirnir, karlmenn báðir tveir, geri sér einu sinni grein fyrir því. Ég ætla þeim ekki svo illt að vera meðvitaðir um hvað þeir eru að gera í raun, en svona er myndin máluð upp: Njáll Trausti er „hluthafi“ í fyrirtæki. Valgerður Gunnarsdóttir er „móðir“. Lágkúrulegra verður það varla, enda á þessi retórík sér rætur í aldagömlu karlasamfélagi, sem ætti að vera búið að henda út á hauga fyrir löngu. Fréttamennirnir báðir spá í afstöðu Valgerðar Gunnarsdóttur út frá því sjónarmiði að synir hennar reka ferðaþjónustufyrirtæki. Í skjóli fréttamannstitils er dylgjað að Valgerður hugsi sem móðir og það í hagsmunamáli sem varðar hag og lífsvon heillar atvinnugreinar, svo ekki sé minnst á byggðasjónarmið. Það er nærtækt að grípa til nýyrðis Hallgríms Helgasonar og kalla þetta hrútskýringu. Hrútafréttamennsku. Ljóst er að karlasamfélagið er ekki liðið undir lok þegar draugar þess og mórar ná að éta sig svona illilega inn í saklausar fréttamannssálir. Þær verða að passa sig. Gróa á Leiti og hrútar eiga ekki heima í fjölmiðlum. Fréttamenn verða að standa undir nafni og vanda vinnubrögðin, annars er í voða teflt skynsamlegri umræðu um þjóðmál og stjórnmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar