Ferðaþjónustan á að borga skatta og gjöld í samræmi við aðrar útflutningsgreinar Jón Þór Gunnarsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Það er ekki síst ferðaþjónustunni að þakka að við Íslendingar höfum náð að rétta eins vel úr kútnum og raun ber vitni. Við getum öll verið sammála um að vöxtur í ferðaþjónustu hefur verið mikill, jafnvel á köflum of mikill. Það hlýtur að vera eðlileg krafa til okkar allra, opinberra aðila sem og forsvarsmanna fyrirtækja í greininni að við tökum höndum saman um að stýra vextinum. Sú stýring þarf þó að vera gerð þannig að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein sé ekki teflt í hættu.Á við fjórfalt auðlindagjald í sjávarútvegi Í samningum hins opinbera við sjávarútvegsfyrirtæki, varðandi kvótasetningu og auðlindagjald, var lögð áhersla á að fyrirtækin yrðu að fá að starfa í stöðugu umhverfi og geta skilað ásættanlegri afkomu. Áætlað var að gjaldið myndi skila á milli 20 og 25 milljörðum til ríkisins. Með tengingu við afkomu fyrirtækjanna er niðurstaðan sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða nú um 5 milljarða í auðlindagjald. Þegar ákveðið var að leggja viðbótarálögur á ferðaþjónustuna, með hækkun virðisaukaskatts, lagði ríkið takmarkaða vinnu í að skoða hugsanleg áhrif á afkomu greinarinnar og ekkert samráð var haft við hagsmunasamtök greinarinnar. Afkoma í ferðaþjónustu hefur hrunið á síðasta ári vegna styrkingar krónunnar og því er einkennilegt að ofan á lakari afkomu komi nú ný skattheimta upp á allt að fjórfalt auðlindagjald á við sjávarútveginn.Eina útflutningsgreinin sem borgar virðisaukaskatt Ferðaþjónustufyrirtæki í afþreyingu og hótel borga nú þegar 11% virðisaukaskatt. Hvorki sjávarútvegur né orkufrekur iðnaður greiða virðisaukaskatt en fá milljarða endurgreidda í innskatti. Í orkufrekum iðnaði hafa ríkið og sveitarfélög gefið ívilnanir til að laða að fyrirtæki, og er nýlegt dæmi á Reykjanesi þar sem talað er um hundruð milljóna í formi styrkja og ívilnana til kísilverksmiðju. Ferðaþjónustan er ekki rekin á ívilnunum né styrkjum. Vissulega þarf að byggja upp innviði í landinu, þar með talið vegi, en sú uppbygging er ekki síður fyrir okkur íbúana og aðrar atvinnugreinar sem treysta á vegakerfið.Miklar tekjur af launatengdum gjöldum Launakostnaður í ferðaþjónustu er hár. Til dæmis má nefna að í afþreyingarhlutanum er algengt að launakostnaður sé um 40% af veltu. Þetta leiðir til þess að ferðaþjónustan greiðir hærri skatta en flestar atvinnugreinar í formi launatengdra gjalda til ríkis og sveitarfélaga. Í nýlegum tölum frá SAF kemur fram að heildarskatttekjur af greininni séu um 80 milljarðar. Fjárfesting hins opinbera hefur verið mjög takmörkuð og ekki hafa ráðuneyti, né opinberar stofnanir sem þjóna greininni, verið ríkinu kostnaðarsamar því þar vinna einungis örfáir einstaklingar. Viðbótar skattlagning í formi virðisaukaskatts upp á 16 til 20 milljarða setur skatttekjurnar af greininni í nálægt 100 milljarða á ári. Ætlun mín hér er ekki að tala niður sjávarútveg eða orkufrekan iðnað, né mæla með því að álögur á þá séu hækkaðar. Ætlun mín er hins vegar að sýna fram á að upphrópanir um að ferðaþjónusta greiði ekki sína skatta til samræmis við hinar útflutningsgreinarnar séu á engum rökum reistar.Ferðaþjónustan nýtur ekki afsláttar af virðisaukaskatti Ferðaþjónustan, rétt eins og sjávarútvegur, er í samkeppni við erlenda markaði og stórfyrirtæki sem sækja til Íslands. Til þess að standast þá samkeppni þarf rekstrarumhverfi á Íslandi að vera samkeppnishæft og skattheimta ekki hærri en í samkeppnislöndunum. Vinsælar pakkaferðir til Íslands eru orðnar tugum prósenta dýrari en sambærilegar ferðir til Noregs, Kanada og Skotlands. Þar spilar sterk króna stóran þátt og hækkar verð til erlendra aðila úr hófi og ljóst má vera að ekkert rými er fyrir frekari hækkanir. Ferðamenn eru farnir að stytta ferðir sínar til Íslands og sækja í ódýrari afþreyingu til að lækka ferðakostnað. Erlend fyrirtæki eru að segja upp samningum við innlenda aðila og vilja frekar sjá um ferðir sjálf á Íslandi. Þessi fyrirtæki flytja með sér bíla og leiðsögumenn til landsins og borga engin gjöld á Íslandi. Afleiðingin af frekari skatta- og verðhækkunum getur því hæglega orðið minni tekjur fyrir ríkið.Ferðaþjónustan þarf lengri tíma til að festast í sessi Ferðaþjónustan er að verða önnur stoð undir atvinnulíf og efnahag á Íslandi, en hún á nokkuð í land með að festa sig í sessi. Það getur ekki verið markmið stjórnmálamanna að taka stór skref sem gætu eyðilagt þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað. Að taka smærri og yfirvegaðri skref hugnast mér betur og að aðilar tali saman og hjálpist að við aðlögun þessarar mikilvægu atvinnugrein þannig að hún þjóni okkur öllum sem best um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki síst ferðaþjónustunni að þakka að við Íslendingar höfum náð að rétta eins vel úr kútnum og raun ber vitni. Við getum öll verið sammála um að vöxtur í ferðaþjónustu hefur verið mikill, jafnvel á köflum of mikill. Það hlýtur að vera eðlileg krafa til okkar allra, opinberra aðila sem og forsvarsmanna fyrirtækja í greininni að við tökum höndum saman um að stýra vextinum. Sú stýring þarf þó að vera gerð þannig að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein sé ekki teflt í hættu.Á við fjórfalt auðlindagjald í sjávarútvegi Í samningum hins opinbera við sjávarútvegsfyrirtæki, varðandi kvótasetningu og auðlindagjald, var lögð áhersla á að fyrirtækin yrðu að fá að starfa í stöðugu umhverfi og geta skilað ásættanlegri afkomu. Áætlað var að gjaldið myndi skila á milli 20 og 25 milljörðum til ríkisins. Með tengingu við afkomu fyrirtækjanna er niðurstaðan sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða nú um 5 milljarða í auðlindagjald. Þegar ákveðið var að leggja viðbótarálögur á ferðaþjónustuna, með hækkun virðisaukaskatts, lagði ríkið takmarkaða vinnu í að skoða hugsanleg áhrif á afkomu greinarinnar og ekkert samráð var haft við hagsmunasamtök greinarinnar. Afkoma í ferðaþjónustu hefur hrunið á síðasta ári vegna styrkingar krónunnar og því er einkennilegt að ofan á lakari afkomu komi nú ný skattheimta upp á allt að fjórfalt auðlindagjald á við sjávarútveginn.Eina útflutningsgreinin sem borgar virðisaukaskatt Ferðaþjónustufyrirtæki í afþreyingu og hótel borga nú þegar 11% virðisaukaskatt. Hvorki sjávarútvegur né orkufrekur iðnaður greiða virðisaukaskatt en fá milljarða endurgreidda í innskatti. Í orkufrekum iðnaði hafa ríkið og sveitarfélög gefið ívilnanir til að laða að fyrirtæki, og er nýlegt dæmi á Reykjanesi þar sem talað er um hundruð milljóna í formi styrkja og ívilnana til kísilverksmiðju. Ferðaþjónustan er ekki rekin á ívilnunum né styrkjum. Vissulega þarf að byggja upp innviði í landinu, þar með talið vegi, en sú uppbygging er ekki síður fyrir okkur íbúana og aðrar atvinnugreinar sem treysta á vegakerfið.Miklar tekjur af launatengdum gjöldum Launakostnaður í ferðaþjónustu er hár. Til dæmis má nefna að í afþreyingarhlutanum er algengt að launakostnaður sé um 40% af veltu. Þetta leiðir til þess að ferðaþjónustan greiðir hærri skatta en flestar atvinnugreinar í formi launatengdra gjalda til ríkis og sveitarfélaga. Í nýlegum tölum frá SAF kemur fram að heildarskatttekjur af greininni séu um 80 milljarðar. Fjárfesting hins opinbera hefur verið mjög takmörkuð og ekki hafa ráðuneyti, né opinberar stofnanir sem þjóna greininni, verið ríkinu kostnaðarsamar því þar vinna einungis örfáir einstaklingar. Viðbótar skattlagning í formi virðisaukaskatts upp á 16 til 20 milljarða setur skatttekjurnar af greininni í nálægt 100 milljarða á ári. Ætlun mín hér er ekki að tala niður sjávarútveg eða orkufrekan iðnað, né mæla með því að álögur á þá séu hækkaðar. Ætlun mín er hins vegar að sýna fram á að upphrópanir um að ferðaþjónusta greiði ekki sína skatta til samræmis við hinar útflutningsgreinarnar séu á engum rökum reistar.Ferðaþjónustan nýtur ekki afsláttar af virðisaukaskatti Ferðaþjónustan, rétt eins og sjávarútvegur, er í samkeppni við erlenda markaði og stórfyrirtæki sem sækja til Íslands. Til þess að standast þá samkeppni þarf rekstrarumhverfi á Íslandi að vera samkeppnishæft og skattheimta ekki hærri en í samkeppnislöndunum. Vinsælar pakkaferðir til Íslands eru orðnar tugum prósenta dýrari en sambærilegar ferðir til Noregs, Kanada og Skotlands. Þar spilar sterk króna stóran þátt og hækkar verð til erlendra aðila úr hófi og ljóst má vera að ekkert rými er fyrir frekari hækkanir. Ferðamenn eru farnir að stytta ferðir sínar til Íslands og sækja í ódýrari afþreyingu til að lækka ferðakostnað. Erlend fyrirtæki eru að segja upp samningum við innlenda aðila og vilja frekar sjá um ferðir sjálf á Íslandi. Þessi fyrirtæki flytja með sér bíla og leiðsögumenn til landsins og borga engin gjöld á Íslandi. Afleiðingin af frekari skatta- og verðhækkunum getur því hæglega orðið minni tekjur fyrir ríkið.Ferðaþjónustan þarf lengri tíma til að festast í sessi Ferðaþjónustan er að verða önnur stoð undir atvinnulíf og efnahag á Íslandi, en hún á nokkuð í land með að festa sig í sessi. Það getur ekki verið markmið stjórnmálamanna að taka stór skref sem gætu eyðilagt þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað. Að taka smærri og yfirvegaðri skref hugnast mér betur og að aðilar tali saman og hjálpist að við aðlögun þessarar mikilvægu atvinnugrein þannig að hún þjóni okkur öllum sem best um ókomna tíð.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar