Fiskeldi á öruggri framfarabraut Einar K. Guðfinnsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar