Svona gera menn alls ekki Jóhannes Karl Sveinsson skrifar 16. maí 2017 17:37 Fjölbrautaskólinn við Ármúla vaknaði upp við það fyrir skemmstu að búið væri að leggja hann niður. Kennarar og starfsfólk sem í áratugi hefur unnið að því að sinna mjög mikilvægum þörfum í framhaldsskólakerfinu fékk þau skilaboð í gegnum forsíðu Fréttablaðsins að þeirra væri ekki lengur þörf. Einhver óljós og algjörlega órædd rök um hagræðingu og fækkun nemenda á framhaldsskólastigi hafa verið nefnd sem ástæðan fyrir þessu. Einnig er helst að skilja að aðalvandamálið núna sé ótímabær umræða! Hvers vegna FÁ varð að vera fyrsta fórnarlambið í þessari endurskipulagningu menntakerfisins er ennþá óútskýrt. Það eru til margir smærri og óhagkvæmari skólar í landinu. FÁ er vel rekinn skóli. Um langt árabil hefur skólinn tekið að sér það hlutverk að sinna fjölbreyttum hópi nemenda, meðal annars þeim sem fallið hafa úr námi annars staðar og stór hluti námsmanna er af erlendu bergi brotinn. Það má segja að skólinn hafi glímt við ímyndarvanda vegna þessa en það verður þó að segja það eins og er. Kannski á FÁ enga talsmenn innan kerfisins vegna þessa hlutverks. Hlutverk sem gerir hann enn mikilvægari en ella. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því að hópur kennara hefur lagt lífið og sálina í að taka þetta verkefni að sér. Þá hefur skólinn verið í fararbroddi í fjarnámi. Aðrir virðast hafa séð tækifæri í að ná þeim bita til sín. Án þess að nokkur opinber umræða hafi farið fram um málið er þessum tíðindum slengt fram. Grjóthörð yfirtaka og ekkert múður. Tækniskólinn er örugglega frábær skóli en ég veit ekki til þess að hann hafi neinar forsendur til að halda áfram því góða og mikilvæga starfi sem unnið hefur verið hjá FÁ. Ekki gleyma því að skólastarf byggist fyrst og fremst á góðum kennurum og réttu viðhorfi þeirra gagnvart nemendum.Höfundur er stúdent úr FÁ og skólanefndarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölbrautaskólinn við Ármúla vaknaði upp við það fyrir skemmstu að búið væri að leggja hann niður. Kennarar og starfsfólk sem í áratugi hefur unnið að því að sinna mjög mikilvægum þörfum í framhaldsskólakerfinu fékk þau skilaboð í gegnum forsíðu Fréttablaðsins að þeirra væri ekki lengur þörf. Einhver óljós og algjörlega órædd rök um hagræðingu og fækkun nemenda á framhaldsskólastigi hafa verið nefnd sem ástæðan fyrir þessu. Einnig er helst að skilja að aðalvandamálið núna sé ótímabær umræða! Hvers vegna FÁ varð að vera fyrsta fórnarlambið í þessari endurskipulagningu menntakerfisins er ennþá óútskýrt. Það eru til margir smærri og óhagkvæmari skólar í landinu. FÁ er vel rekinn skóli. Um langt árabil hefur skólinn tekið að sér það hlutverk að sinna fjölbreyttum hópi nemenda, meðal annars þeim sem fallið hafa úr námi annars staðar og stór hluti námsmanna er af erlendu bergi brotinn. Það má segja að skólinn hafi glímt við ímyndarvanda vegna þessa en það verður þó að segja það eins og er. Kannski á FÁ enga talsmenn innan kerfisins vegna þessa hlutverks. Hlutverk sem gerir hann enn mikilvægari en ella. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því að hópur kennara hefur lagt lífið og sálina í að taka þetta verkefni að sér. Þá hefur skólinn verið í fararbroddi í fjarnámi. Aðrir virðast hafa séð tækifæri í að ná þeim bita til sín. Án þess að nokkur opinber umræða hafi farið fram um málið er þessum tíðindum slengt fram. Grjóthörð yfirtaka og ekkert múður. Tækniskólinn er örugglega frábær skóli en ég veit ekki til þess að hann hafi neinar forsendur til að halda áfram því góða og mikilvæga starfi sem unnið hefur verið hjá FÁ. Ekki gleyma því að skólastarf byggist fyrst og fremst á góðum kennurum og réttu viðhorfi þeirra gagnvart nemendum.Höfundur er stúdent úr FÁ og skólanefndarmaður.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar