Óþolandi óvissa um framhald skólastarfs Helmut Hinrichsen skrifar 18. maí 2017 07:00 Nú tæpum tveimur vikum eftir að upplýsingar um fyrirhugaða einkavæðingu Fjölbrautaskólans við Ármúla láku í fjölmiðla bólar ekkert á endanlegri tilkynningu þar að lútandi frá mennta- og menningarmálaráðherra. Biðin eftir svari ráðherra er orðin óþægilega löng og hefur slæm áhrif á starfsanda og líðan starfsmanna og nemenda skólans. Að öllu jöfnu hefði undirbúningur næsta skólaárs hafist fyrir nokkru í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í því felast m.a. ráðningar stjórnenda og annars starfsfólks, endurnýjun tækjabúnaðar og skipulag kennslu. Dráttur á ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hamlar þessari vinnu sem er löngu tímabær. Fyrir liggur að skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hættir, enda stóð til að skólinn yrði lagður niður. Hver dagur sem líður án endanlegrar ákvörðunar skaðar skólastarfið enn meira, hvort sem skólinn verður á endanum lagður undir Tækniskólann eða ekki. Öll gögn um nemendafjölda næstu ára og rekstur skólanna eru þekkt. Upplýsingar um breytingar á nemendafjölda næstu ára liggja fyrir. Ljóst er að nemendum í framhaldsskólum mun fækka á allra næstu árum og fjölga síðan aftur að fáeinum árum liðnum. Upplýsingar um rekstur skólanna og starfsánægju liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðum úttekta er Fjölbrautaskólinn við Ármúla vel rekinn skóli. Hann býr að glæsilegu húsnæði sem hentar vel starfsemi skólans, öflugu starfsliði og ánægðum nemendahópi. Skólinn er í áttunda sæti sem Stofnun ársins í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn og þar með, þriðja árið í röð, sá framhaldsskóli á höfuðborgarsvæðinu sem fær hæsta einkunn starfsmanna. Atburðarás síðustu daga hefur skaðað þann jákvæða starfsanda sem fyrir var. Þekkt er að skólinn hefur á löngum tíma byggt upp öflugt fjarnám sem er vel sótt af nemendum á öllum aldri hvaðanæva af landinu og ljóst er að forsvarsmenn Tækniskóla Íslands myndu ekki slá hendinni á móti því að taka fjarnám okkar yfir. Öll gögn liggja fyrir. Eftir hverju er beðið? Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt einkavæðinguna sem hefur farið fram á bak við luktar dyr. En af hverju heyrist ekkert í þingmönnum stjórnarflokkanna? Hvað segja þingmenn og ráðherrar Bjartar framtíðar og Viðreisnar? Ef andstaða meðal stjórnarliða skýrir þann drátt sem hefur orðið á endanlegri ákvörðun ráðherra væri eðlilegt að það kæmi fram í dagsljósið fyrr en seinna. Að einkavæða ríkisskóla og segja starfsfólki hans upp er afdrifarík ákvörðun. Ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þolir enga bið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú tæpum tveimur vikum eftir að upplýsingar um fyrirhugaða einkavæðingu Fjölbrautaskólans við Ármúla láku í fjölmiðla bólar ekkert á endanlegri tilkynningu þar að lútandi frá mennta- og menningarmálaráðherra. Biðin eftir svari ráðherra er orðin óþægilega löng og hefur slæm áhrif á starfsanda og líðan starfsmanna og nemenda skólans. Að öllu jöfnu hefði undirbúningur næsta skólaárs hafist fyrir nokkru í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í því felast m.a. ráðningar stjórnenda og annars starfsfólks, endurnýjun tækjabúnaðar og skipulag kennslu. Dráttur á ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hamlar þessari vinnu sem er löngu tímabær. Fyrir liggur að skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hættir, enda stóð til að skólinn yrði lagður niður. Hver dagur sem líður án endanlegrar ákvörðunar skaðar skólastarfið enn meira, hvort sem skólinn verður á endanum lagður undir Tækniskólann eða ekki. Öll gögn um nemendafjölda næstu ára og rekstur skólanna eru þekkt. Upplýsingar um breytingar á nemendafjölda næstu ára liggja fyrir. Ljóst er að nemendum í framhaldsskólum mun fækka á allra næstu árum og fjölga síðan aftur að fáeinum árum liðnum. Upplýsingar um rekstur skólanna og starfsánægju liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðum úttekta er Fjölbrautaskólinn við Ármúla vel rekinn skóli. Hann býr að glæsilegu húsnæði sem hentar vel starfsemi skólans, öflugu starfsliði og ánægðum nemendahópi. Skólinn er í áttunda sæti sem Stofnun ársins í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn og þar með, þriðja árið í röð, sá framhaldsskóli á höfuðborgarsvæðinu sem fær hæsta einkunn starfsmanna. Atburðarás síðustu daga hefur skaðað þann jákvæða starfsanda sem fyrir var. Þekkt er að skólinn hefur á löngum tíma byggt upp öflugt fjarnám sem er vel sótt af nemendum á öllum aldri hvaðanæva af landinu og ljóst er að forsvarsmenn Tækniskóla Íslands myndu ekki slá hendinni á móti því að taka fjarnám okkar yfir. Öll gögn liggja fyrir. Eftir hverju er beðið? Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt einkavæðinguna sem hefur farið fram á bak við luktar dyr. En af hverju heyrist ekkert í þingmönnum stjórnarflokkanna? Hvað segja þingmenn og ráðherrar Bjartar framtíðar og Viðreisnar? Ef andstaða meðal stjórnarliða skýrir þann drátt sem hefur orðið á endanlegri ákvörðun ráðherra væri eðlilegt að það kæmi fram í dagsljósið fyrr en seinna. Að einkavæða ríkisskóla og segja starfsfólki hans upp er afdrifarík ákvörðun. Ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þolir enga bið.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar