Nokkur eftirminnileg augnablik af fundi Ólafs með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 13:10 Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur Bjarnason upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Vísir/Eyþór Ólafur Ólafsson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Nefndarmenn gengu hart að Ólafi á fundinum sem varði í um klukkustund og 45 mínútur. Hér verður farið yfir nokkur eftirminnileg augnablik á fundi, sem nefndarmönnum virtist annars finnast nokkuð tilganglaus. „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ heyrðist þegar fundi var slitið.„Vilhjálmur!“ Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“Hvorki lygi né blekking Lilja Alfreðsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, var sú sem gekk hvað harðast að Ólafi. Hún spurði hann meðal annars hvort hann gæti „í hjartans einlægni” svarað þvi hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið.Þegar rúmlega klukkustund var liðin leit Ólafur á úrið sitt nokkuð óþolinmóður og spurði hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar.Óþolandi frammíköll Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri erfitt að skilja að enginn viti hver sé eigandi 50 milljóna dollara. Þá greip Ólafur fram í fyrir Hildi og fékk að heyra það frá Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata. Hún sagði það óþolandi að fundargesturinn væri að grípa fram í fyrir nefndarmönnum í fyrirspurnum þeirra. Hildur hélt þá áfram og sagði það ekki rétt hjá Ólafi að ríkið hefði ekki tapað á Lundafléttunni. „Burtséð frá krónunum þá held ég að íslenska ríkið hafi tapað, því við sitjum hérna eftir öll þessi ár umlukin vantrausti.“Svipugöng, kaleikur og öskupokar Ólafur sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og auka traust á ný í íslensku samfélagi. „Ég hefði getað sloppið við þessi svipugöng hér í dag,“ sagði hann og bætti síðar við: „Ég sit með kaleikinn og alla öskupokana bundna á bakið. Ég reyni að horfa fram á veginn og tel að það sem er að gerast í dag sé meira mikilvægt en það sem gerðist í gær og það sem gerist á morgun sé enn mikilvægara.“Allt stór misskilningur? Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna sagði Ólaf nota orðalag fórnarlambs með því að tala um svipugöng. Hún spurði hann hvort það væri hans skilningur að málið væri í heild sinni einn stór misskilningur og að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða og bauð honum að nota tækifærið til að biðjast afsökunar á þessum viðskiptaháttum. Ólafur nýtti tækifærið og baðst afsökunar á því að hafa valdið fólki vonbrigðum en sagðist ekki líta á sig sem fórnarlamb. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30 Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis gagnrýndu gögnin sem athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson sendi þeim á þriðjudag. Ólafur mætti á fund þeirra í gær og þvertók fyrir að hafa beitt blekkingum við einkavæðingu Búnað 18. maí 2017 07:00 Ólafur segir baksamninga ekki snerta sölu ríkisins á Búnaðarbankanum Ólafur Ólafsson fjárfestir leggur ofuráherslu á að ekki hafi verið skilyrði af hálfu stjórnvalda að erlendir fjárfestar kæmu að kaupunum á Búnaðarbankanum. 17. maí 2017 20:30 Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Nefndarmenn gengu hart að Ólafi á fundinum sem varði í um klukkustund og 45 mínútur. Hér verður farið yfir nokkur eftirminnileg augnablik á fundi, sem nefndarmönnum virtist annars finnast nokkuð tilganglaus. „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ heyrðist þegar fundi var slitið.„Vilhjálmur!“ Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“Hvorki lygi né blekking Lilja Alfreðsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, var sú sem gekk hvað harðast að Ólafi. Hún spurði hann meðal annars hvort hann gæti „í hjartans einlægni” svarað þvi hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið.Þegar rúmlega klukkustund var liðin leit Ólafur á úrið sitt nokkuð óþolinmóður og spurði hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar.Óþolandi frammíköll Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri erfitt að skilja að enginn viti hver sé eigandi 50 milljóna dollara. Þá greip Ólafur fram í fyrir Hildi og fékk að heyra það frá Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata. Hún sagði það óþolandi að fundargesturinn væri að grípa fram í fyrir nefndarmönnum í fyrirspurnum þeirra. Hildur hélt þá áfram og sagði það ekki rétt hjá Ólafi að ríkið hefði ekki tapað á Lundafléttunni. „Burtséð frá krónunum þá held ég að íslenska ríkið hafi tapað, því við sitjum hérna eftir öll þessi ár umlukin vantrausti.“Svipugöng, kaleikur og öskupokar Ólafur sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og auka traust á ný í íslensku samfélagi. „Ég hefði getað sloppið við þessi svipugöng hér í dag,“ sagði hann og bætti síðar við: „Ég sit með kaleikinn og alla öskupokana bundna á bakið. Ég reyni að horfa fram á veginn og tel að það sem er að gerast í dag sé meira mikilvægt en það sem gerðist í gær og það sem gerist á morgun sé enn mikilvægara.“Allt stór misskilningur? Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna sagði Ólaf nota orðalag fórnarlambs með því að tala um svipugöng. Hún spurði hann hvort það væri hans skilningur að málið væri í heild sinni einn stór misskilningur og að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða og bauð honum að nota tækifærið til að biðjast afsökunar á þessum viðskiptaháttum. Ólafur nýtti tækifærið og baðst afsökunar á því að hafa valdið fólki vonbrigðum en sagðist ekki líta á sig sem fórnarlamb.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30 Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis gagnrýndu gögnin sem athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson sendi þeim á þriðjudag. Ólafur mætti á fund þeirra í gær og þvertók fyrir að hafa beitt blekkingum við einkavæðingu Búnað 18. maí 2017 07:00 Ólafur segir baksamninga ekki snerta sölu ríkisins á Búnaðarbankanum Ólafur Ólafsson fjárfestir leggur ofuráherslu á að ekki hafi verið skilyrði af hálfu stjórnvalda að erlendir fjárfestar kæmu að kaupunum á Búnaðarbankanum. 17. maí 2017 20:30 Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30
Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis gagnrýndu gögnin sem athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson sendi þeim á þriðjudag. Ólafur mætti á fund þeirra í gær og þvertók fyrir að hafa beitt blekkingum við einkavæðingu Búnað 18. maí 2017 07:00
Ólafur segir baksamninga ekki snerta sölu ríkisins á Búnaðarbankanum Ólafur Ólafsson fjárfestir leggur ofuráherslu á að ekki hafi verið skilyrði af hálfu stjórnvalda að erlendir fjárfestar kæmu að kaupunum á Búnaðarbankanum. 17. maí 2017 20:30
Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09
Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01