Baráttan gegn sýklalyfjaónæmi kallar á norrænt samstarf Valgerður Gunnarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Í byrjun apríl sl. sátum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þar sem fulltrúar norrænu landanna samþykktu einróma ályktun um að taka höndum saman í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Ályktunin byggir á tillögum sem mótaðar hafa verið með aðstoð helstu sérfræðinga á Norðurlöndum á þessu sviði. Tillögurnar eru birtar í hvítbók sem Norðurlandaráð hefur gefið út. Norðurlandaráð vill að mótuð verði norræn langtímastefna á þessu sviði með eftirfarandi að leiðarljósi:1Dregið verði úr þörf fyrir sýklalyfjameðferð með bólusetningum og aðgerðum sem fyrirbyggja smithættu.2Notkun sýklalyfja til meðferðar á fólki og dýrum verði takmörkuð.3 Safnað verði þekkingu um útbreiðslu og útbreiðslumynstur sýklalyfjaónæmis og um æskilega notkun á þeim sýklalyfjum og bólusetningum sem þegar eru til staðar.4 Búið verði til hvatakerfi til þróunar á nýrri heilbrigðistækni, nýskapandi lyfjum og bólusetningum. Í hvítbókinni eru tilgreindar tólf aðgerðir sem grípa ber til í sameiginlegri norrænni aðgerðaráætlun. Ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi vandamál. Það gerir meðferð gegn sjúkdómum tímafrekari og kostnaðarsamari en ella og er talið valda ótímabærum dauða yfir fimm hundruð þúsund manna, kvenna og barna á ári hverju í heiminum. Ef ekki tekst að stöðva þessa óheillavænlegu þróun getur sú tala tuttugufaldast á næstu tveimur eða þremur áratugum og farið upp í tíu milljónir manna árlega. Við teljum að þetta sé ein af alvarlegustu ógnum sem steðja að mannkyni og við fögnum því að Norðurlandaráð hefur lagt fram heildstæða áætlun um að berjast gegn sýklalyfjaónæmi með markvissum tillögum. Sýklalyfjaónæmi kallar á þverfaglegt átak, á lands-, svæðis- og alþjóðavísu. Margir mismunandi aðilar sem starfa á ólíkum sviðum þurfa að taka höndum saman og vandinn verður ekki leystur án markvissra pólitískra aðgerða. Nú er það í höndum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda, að hrinda tillögum Norðurlandaráðs í framkvæmd. Við hvetjum bæði heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að fylgja málinu eftir þegar þeir koma til funda með norrænum starfssystkinum sínum á næstu mánuðum. Hvítbókin er aðgengileg á vefnum á dönsku og ensku undir heitinu „12 konkrete tiltak, Norden i samlet kamp mod antimikrobiel resistens“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í byrjun apríl sl. sátum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þar sem fulltrúar norrænu landanna samþykktu einróma ályktun um að taka höndum saman í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Ályktunin byggir á tillögum sem mótaðar hafa verið með aðstoð helstu sérfræðinga á Norðurlöndum á þessu sviði. Tillögurnar eru birtar í hvítbók sem Norðurlandaráð hefur gefið út. Norðurlandaráð vill að mótuð verði norræn langtímastefna á þessu sviði með eftirfarandi að leiðarljósi:1Dregið verði úr þörf fyrir sýklalyfjameðferð með bólusetningum og aðgerðum sem fyrirbyggja smithættu.2Notkun sýklalyfja til meðferðar á fólki og dýrum verði takmörkuð.3 Safnað verði þekkingu um útbreiðslu og útbreiðslumynstur sýklalyfjaónæmis og um æskilega notkun á þeim sýklalyfjum og bólusetningum sem þegar eru til staðar.4 Búið verði til hvatakerfi til þróunar á nýrri heilbrigðistækni, nýskapandi lyfjum og bólusetningum. Í hvítbókinni eru tilgreindar tólf aðgerðir sem grípa ber til í sameiginlegri norrænni aðgerðaráætlun. Ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi vandamál. Það gerir meðferð gegn sjúkdómum tímafrekari og kostnaðarsamari en ella og er talið valda ótímabærum dauða yfir fimm hundruð þúsund manna, kvenna og barna á ári hverju í heiminum. Ef ekki tekst að stöðva þessa óheillavænlegu þróun getur sú tala tuttugufaldast á næstu tveimur eða þremur áratugum og farið upp í tíu milljónir manna árlega. Við teljum að þetta sé ein af alvarlegustu ógnum sem steðja að mannkyni og við fögnum því að Norðurlandaráð hefur lagt fram heildstæða áætlun um að berjast gegn sýklalyfjaónæmi með markvissum tillögum. Sýklalyfjaónæmi kallar á þverfaglegt átak, á lands-, svæðis- og alþjóðavísu. Margir mismunandi aðilar sem starfa á ólíkum sviðum þurfa að taka höndum saman og vandinn verður ekki leystur án markvissra pólitískra aðgerða. Nú er það í höndum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda, að hrinda tillögum Norðurlandaráðs í framkvæmd. Við hvetjum bæði heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að fylgja málinu eftir þegar þeir koma til funda með norrænum starfssystkinum sínum á næstu mánuðum. Hvítbókin er aðgengileg á vefnum á dönsku og ensku undir heitinu „12 konkrete tiltak, Norden i samlet kamp mod antimikrobiel resistens“.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar