Mjólk í sókn Elín M. Stefánsdóttir skrifar 19. maí 2017 07:00 Sagt er að þau fyrirtæki sem búa ekki við aðhald samkeppnisreglna setji upp hærra verð, framleiði minna, fjárfesti minna, setji minna fé í vöruþróun og leiti að nýjum mörkuðum og veiti minni atvinnu en þau sem búa við samkeppni. Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi nýtur leyfis til samvinnu sín á milli og er um að ræða svokallaða undanþágu frá samkeppnislögum. En á þessi speki við um framleiðslu mjólkur á Íslandi? Hver er raunveruleikinn á mjólkurmarkaðinum? Mjólkuriðnaðurinn hefur á sl. árum aldrei framleitt úr meiri mjólk á Íslandi. Hann er bundinn af opinberri verðlagningu, en verðlagsnefnd búvara ákvarðar verð á helstu mjólkurafurðum hér á landi. Þá stunda mjólkurfyrirtæki á Íslandi öflugt vöruþróunarstarf og setja á markað fjöldann allan af vörunýjungum á hverju ári samanborið við nágrannaríki. Þá hefur mikil sókn verið á nýjum mörkuðum bæði innanlands og utan, t.d. með próteinríkum vörum og skyri sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á erlendri grundu. Síðastliðin 30 ár hefur bændum fækkað úr 1.600 í tæplega 600. Störfum í framleiðslu hefur fækkað um 30 prósent en sú fækkun er aðallega til komin vegna sameiningar og krafna um aukna hagræðingu frá stjórnvöldum ásamt fjárfestingu í nýjum og sjálfvirkum tækjabúnaði sem krefst minni mannafla en áður. Þá hafa sprottið upp minni fyrirtæki sem sinna þörfum markaðarins með framleiðslu á t.d. lífrænni mjólk og laktósafríum vörum svo eitthvað sé nefnt. Undanþága frá samkeppnislögum til samvinnu fyrir mjólkuriðnaðinn er veitt vegna erfiðra skilyrða á Íslandi til hagkvæmrar framleiðslu um allt land. Bændur sameinast í félag um að sækja mjólkina inn í innstu firði og út á ystu nes og við henni taka framleiðslufyrirtæki í þeirra eigu sem skylduð eru til þess að framleiða nauðsynlegar vörur innan ákveðinna verðtakmarkana. Markmiðið breytinganna var og er að færa neytendum góðar heilnæmar vörur á eins hagstæðu verði og mögulegt er og bændum kjör sem eru í samræmi við aðrar stéttir og vel hefur tekist til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sagt er að þau fyrirtæki sem búa ekki við aðhald samkeppnisreglna setji upp hærra verð, framleiði minna, fjárfesti minna, setji minna fé í vöruþróun og leiti að nýjum mörkuðum og veiti minni atvinnu en þau sem búa við samkeppni. Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi nýtur leyfis til samvinnu sín á milli og er um að ræða svokallaða undanþágu frá samkeppnislögum. En á þessi speki við um framleiðslu mjólkur á Íslandi? Hver er raunveruleikinn á mjólkurmarkaðinum? Mjólkuriðnaðurinn hefur á sl. árum aldrei framleitt úr meiri mjólk á Íslandi. Hann er bundinn af opinberri verðlagningu, en verðlagsnefnd búvara ákvarðar verð á helstu mjólkurafurðum hér á landi. Þá stunda mjólkurfyrirtæki á Íslandi öflugt vöruþróunarstarf og setja á markað fjöldann allan af vörunýjungum á hverju ári samanborið við nágrannaríki. Þá hefur mikil sókn verið á nýjum mörkuðum bæði innanlands og utan, t.d. með próteinríkum vörum og skyri sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á erlendri grundu. Síðastliðin 30 ár hefur bændum fækkað úr 1.600 í tæplega 600. Störfum í framleiðslu hefur fækkað um 30 prósent en sú fækkun er aðallega til komin vegna sameiningar og krafna um aukna hagræðingu frá stjórnvöldum ásamt fjárfestingu í nýjum og sjálfvirkum tækjabúnaði sem krefst minni mannafla en áður. Þá hafa sprottið upp minni fyrirtæki sem sinna þörfum markaðarins með framleiðslu á t.d. lífrænni mjólk og laktósafríum vörum svo eitthvað sé nefnt. Undanþága frá samkeppnislögum til samvinnu fyrir mjólkuriðnaðinn er veitt vegna erfiðra skilyrða á Íslandi til hagkvæmrar framleiðslu um allt land. Bændur sameinast í félag um að sækja mjólkina inn í innstu firði og út á ystu nes og við henni taka framleiðslufyrirtæki í þeirra eigu sem skylduð eru til þess að framleiða nauðsynlegar vörur innan ákveðinna verðtakmarkana. Markmiðið breytinganna var og er að færa neytendum góðar heilnæmar vörur á eins hagstæðu verði og mögulegt er og bændum kjör sem eru í samræmi við aðrar stéttir og vel hefur tekist til.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar