Oddaleikur er enginn venjulegur leikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2017 06:00 Hinn sautján ára gamli FH-ingur, Gísli Kristjánsson, hefur bæði skorað flest mörk (27) og gefið flestar stoðsendingar (15) í einvíginu. vísir/eyþór Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Olís-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.
Olís-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira