Körfubolti

Dagur Kár rotaðist eftir þetta högg | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson rotaðist eftir að hann fékk olnbogaskot frá Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR, í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær.

Brynjar Þór var að fara upp að körfunni þegar hann veitir Degi óvart olnbogaskot en greinilegt er að um óviljaverk er að ræða.

Dagur gat þó haldið áfram að spila í síðari hálfleik og reyndist stigahæsti leikmaður Grindvíkinga með fimmtán stig. KR vann leikinn örugglega, 95-56, og tryggði sér þar með sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð.


Tengdar fréttir

Karnival í KR-heimilinu

KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg

Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír

"Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld.

Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Jóhann: Við skitum á okkur

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var í hálfgerðu losti eftir skellinn gegn KR í kvöld. Gríðarlega svekkjandi endir á mögnuðu tímabili hjá hans liði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.