Körfubolti

Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga

Stefán Árni Pálsson skrifar

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 

Stemningin fyrir leik var einstök. 2.700 manns í húsinu og uppselt. Fólki var vísað frá hálftíma fyrir leik. Vinsamlegast beðið um að fara á Rauða ljónið að horfa.

Þegar flautað var til leiksloka brutust úr gríðarlega fagnaðarlæti í Vesturbænum. Hér að ofan má sjá þegar flautað var til leiksloka og hér að neðan má sjá þegar KR-ingar lyftu bikarnum. 


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír

"Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.