KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár.
Stemningin fyrir leik var einstök. 2.700 manns í húsinu og uppselt. Fólki var vísað frá hálftíma fyrir leik. Vinsamlegast beðið um að fara á Rauða ljónið að horfa.
Þegar flautað var til leiksloka brutust úr gríðarlega fagnaðarlæti í Vesturbænum. Hér að ofan má sjá þegar flautað var til leiksloka og hér að neðan má sjá þegar KR-ingar lyftu bikarnum.