Körfubolti

Jón Arnór bestur í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.
Jón Arnór hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. vísir/anton

Jón Arnór Stefánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta.

Jón Arnór var í lykilhlutverki hjá KR sem tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð með stórsigri á Grindavík, 95-56, í oddaleik í troðfullri DHL-höll.

Jón Arnór var með átta stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í kvöld.

Jón Arnór spilaði 12 leiki í úrslitakeppninni og var með 17,1 stig, 5,9 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim.

Jón Arnór varð fyrir Íslandsmeistari með KR fyrir 17 árum. Hann vann titilinn aftur 2009 og svo nú í ár. Árið 2009 var Jón Arnór sömuleiðis valinn bestur í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir

Uppselt í DHL-höllina

Þegar rúmur hálftími var í oddaleik KR og Grindavíkur var miðasölunni lokað. Það er uppselt sem er fáheyrt á íslenskum íþróttaviðburði.

Leik lokið: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.