Körfubolti

Jón Arnór bestur í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.
Jón Arnór hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. vísir/anton
Jón Arnór Stefánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta.

Jón Arnór var í lykilhlutverki hjá KR sem tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð með stórsigri á Grindavík, 95-56, í oddaleik í troðfullri DHL-höll.

Jón Arnór var með átta stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í kvöld.

Jón Arnór spilaði 12 leiki í úrslitakeppninni og var með 17,1 stig, 5,9 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim.

Jón Arnór varð fyrir Íslandsmeistari með KR fyrir 17 árum. Hann vann titilinn aftur 2009 og svo nú í ár. Árið 2009 var Jón Arnór sömuleiðis valinn bestur í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir

Uppselt í DHL-höllina

Þegar rúmur hálftími var í oddaleik KR og Grindavíkur var miðasölunni lokað. Það er uppselt sem er fáheyrt á íslenskum íþróttaviðburði.

Leik lokið: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.