Körfubolti

Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.
Jón var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. vísir /andri marínó
„Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld.

KR gjörsamlega rústaði Grindavík í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var aldrei spennandi og varð KR meistari fjórða árið í röð. 

„Við sýndum bara okkar bestu hliðar í kvöld, og sérstaklega varnarlega og ná sem flestum fráköstum. Við vorum búnir að sjá fyrir okkur stemmninguna þegar við myndum hampa þessum titli og fórum bara inn í þennan leik bara mjög auðmjúkir."

Jón segir að KR-liðið hafi gert sér grein fyrir því að liðið gæti hæglega tapað þessum leik.

„Þetta er bara úrslitaleikur og hefði getað farið hvernig sem er. Við komum rétt innstilltir.“

Hann segir að leikmenn liðsins hafi áttað sig á því að leikurinn í kvöld snérist bara um þá sjálfa og enga aðra. Mikið hefur verið talað um það að KR hafi aldrei náð að spila sinn besta leik á tímabilinu.

„Við unnum bikarinn nánast í þriðja gír og við kláruðum þennan leik í fimmta gír.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×