Sníkjudýr Þorvaldur Örn Árnason skrifar 3. maí 2017 07:00 Heimurinn er fullur af sníkjudýrum (parasites). Fyrst koma upp í hugann lýs og flær sem geta lifað á fólki, sogið úr manni blóð og valdið óþægindum og leiðindum. Flest dýr geta orðið fyrir barðinu á einhverju sníkjudýri sem sýgur úr þeim næringu án þess að gefa neitt brúklegt til baka. Sá sem hýsir og fóðrar sníkjudýr kallast þá hýsill (host). Stundum ganga sníkjudýr af hýsli sínum dauðum en náttúran hefur þó komið því þannig fyrir að hýslar lifa flestir af þó þeir verði fyrir tjóni, enda skammgóður vermir fyrir sníkjudýrið að ganga af hýsli sínum dauðum. Sníkjudýrafræði er grein innan líffræði og hér á landi hafa sníkjudýrarannsóknir einkum farið fram á rannsóknastöðinni að Keldum. Menn geta líka verið sníkjudýr og sníkja þá af öðrum mönnum. Oftast gerir fórnarlambið sér ekki grein fyrir því enda getur sníkillinn verið víðsfjarri og á því orðið hýsill varla við. Í Orðabók Menningarsjóðs eru mennsk sníkjudýr skilgreind þannig: „Maður sem lifir sníkjulífi á öðrum eða samfélagsheildinni.“ Kannski er það allt sem segja þarf. Það sem mannleg sníkjudýr soga til sín og safna að sér er oft nefnt auður eða ríkidæmi og sníkjudýrin þá gjarna auðmenn. Svo eru líka gráðug sníkjudýr sem safna ekki auði heldur sóa auðæfunum jafnóðum í ýmiss konar neyslu og óhóf. Nú á dögum eru arður og okurvextir helstu tæki mannlegra sníkjudýra til að lifa á öðrum, og þau ganga svo nærri fórnarlömbunum að mörg þeirra líða skort og eru jafnvel við dauðans dyr. Sjálfur er ég sníkjudýr þó í litlum mæli sé. Ég erfði hlutabréf í fyrirtæki sem faðir minn byggði upp fyrir hálfri öld. Þetta bréf (sem er reyndar ekki bréf lengur heldur tala í tölvum bankakerfisins) er opinberlega skráð 12.000 kr. en samt gæti ég selt það á hundruð þúsunda (á 28-földu verði!). Svona lág skráning kemur sér vel fyrir þá sem mikið eiga og gætu lent í auðlegðarskatti, þá reiknast sá skattur af 12.000 kr. og yrði ekki hár.Fá milljónir án fyrirhafnar En er ég sníkjudýr þó ég eigi svona bréf? Jú reyndar, því árlega fæ ég greiddan arð af því án allrar fyrirhafnar, kr. 25.643 nú í ár. Þetta er arður af agnarsmáum hlut í viðkomandi fyrirtæki þannig að önnur sníkjudýr fá milljónir sendar heim árlega án fyrirhafnar. Lúsin þarf að hafa fyrir því að sjúga blóð, en ekki þessi sníkjudýr. Fórnarlömbin sem sníkt er af eru í þessu tilviki viðskiptavinir fyrirtækisins, sem er tryggingafyrirtæki. Hluti af iðgjöldum sem þeir greiða fer í veski okkar sem sníkjum á því. Fyrir u.þ.b. 20 árum var ég sníkjudýr af annarri tegund. Þá átti ég svokallað húsbréf um tíma og fékk til mín þá vexti og verðbætur sem lántakandi húsnæðisláns greiddi. Þetta var drjúgur peningur sem ég þurfti ekki að hafa fyrir. Síðan seldi ég þetta bréf þegar ég keypti íbúð og sá sem keypti bréfið gat haldið áfram sníkjum í krafti þess. Þarna var ég um tíma eins konar banki, örlítill að vísu, en bankarnir eru stórvirk sníkjudýr sem flest okkar fá að finna fyrir. Eigendur banka fá til sín það sem þeir reita af viðskiptavinunum í formi okurvaxta og verðbóta. Síðan í hruni hefur mest af þessum ránsfeng runnið í okkar sameiginlega ríkissjóð (sem nú er stjórnað af háþróuðum sníkjudýrum). Nú stendur til að selja hluti ríkisins í bönkunum svo valdir einstaklingar fái þar feitar sníkjur. Þriðja aðferð mannlegra sníkjudýra (sem ég hef ekki stundað) er að hafa fólk í vinnu á launum sem varla duga fórnarlambinu til að skrimta, en sníkjudýr verða spikfeit af. Nú hefur lúsum og flóm sem sníkja á mönnum að mestu verið útrýmt hér á landi með hreinlæti og eitri. En hvað getum við gert til að losna við þær mannlegu sníkjur sem hér hefur verið lýst? Í dýraríkinu er vel þekkt annars konar samband (symbiosis) ólíkra dýra þar sem báðir aðilar hagnast, nefnist samhjálp. Viðskipti manna eru þess konar ef báðir eru jafnréttháir og ekki hallast á annan. Til eru fyrirtæki, félög og stofnanir sem þjóna hagsmunum allra, en þeim hefur farið fækkandi vegna aukinna valda sníkjudýra sem öll dýrin hafa kosið yfir sig án þess að skilja afleiðingarnar. Hvað getum við gert til að efla samhjálp og útrýma sníkjum úr mannlegu samfélagi? Hjálp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Heimurinn er fullur af sníkjudýrum (parasites). Fyrst koma upp í hugann lýs og flær sem geta lifað á fólki, sogið úr manni blóð og valdið óþægindum og leiðindum. Flest dýr geta orðið fyrir barðinu á einhverju sníkjudýri sem sýgur úr þeim næringu án þess að gefa neitt brúklegt til baka. Sá sem hýsir og fóðrar sníkjudýr kallast þá hýsill (host). Stundum ganga sníkjudýr af hýsli sínum dauðum en náttúran hefur þó komið því þannig fyrir að hýslar lifa flestir af þó þeir verði fyrir tjóni, enda skammgóður vermir fyrir sníkjudýrið að ganga af hýsli sínum dauðum. Sníkjudýrafræði er grein innan líffræði og hér á landi hafa sníkjudýrarannsóknir einkum farið fram á rannsóknastöðinni að Keldum. Menn geta líka verið sníkjudýr og sníkja þá af öðrum mönnum. Oftast gerir fórnarlambið sér ekki grein fyrir því enda getur sníkillinn verið víðsfjarri og á því orðið hýsill varla við. Í Orðabók Menningarsjóðs eru mennsk sníkjudýr skilgreind þannig: „Maður sem lifir sníkjulífi á öðrum eða samfélagsheildinni.“ Kannski er það allt sem segja þarf. Það sem mannleg sníkjudýr soga til sín og safna að sér er oft nefnt auður eða ríkidæmi og sníkjudýrin þá gjarna auðmenn. Svo eru líka gráðug sníkjudýr sem safna ekki auði heldur sóa auðæfunum jafnóðum í ýmiss konar neyslu og óhóf. Nú á dögum eru arður og okurvextir helstu tæki mannlegra sníkjudýra til að lifa á öðrum, og þau ganga svo nærri fórnarlömbunum að mörg þeirra líða skort og eru jafnvel við dauðans dyr. Sjálfur er ég sníkjudýr þó í litlum mæli sé. Ég erfði hlutabréf í fyrirtæki sem faðir minn byggði upp fyrir hálfri öld. Þetta bréf (sem er reyndar ekki bréf lengur heldur tala í tölvum bankakerfisins) er opinberlega skráð 12.000 kr. en samt gæti ég selt það á hundruð þúsunda (á 28-földu verði!). Svona lág skráning kemur sér vel fyrir þá sem mikið eiga og gætu lent í auðlegðarskatti, þá reiknast sá skattur af 12.000 kr. og yrði ekki hár.Fá milljónir án fyrirhafnar En er ég sníkjudýr þó ég eigi svona bréf? Jú reyndar, því árlega fæ ég greiddan arð af því án allrar fyrirhafnar, kr. 25.643 nú í ár. Þetta er arður af agnarsmáum hlut í viðkomandi fyrirtæki þannig að önnur sníkjudýr fá milljónir sendar heim árlega án fyrirhafnar. Lúsin þarf að hafa fyrir því að sjúga blóð, en ekki þessi sníkjudýr. Fórnarlömbin sem sníkt er af eru í þessu tilviki viðskiptavinir fyrirtækisins, sem er tryggingafyrirtæki. Hluti af iðgjöldum sem þeir greiða fer í veski okkar sem sníkjum á því. Fyrir u.þ.b. 20 árum var ég sníkjudýr af annarri tegund. Þá átti ég svokallað húsbréf um tíma og fékk til mín þá vexti og verðbætur sem lántakandi húsnæðisláns greiddi. Þetta var drjúgur peningur sem ég þurfti ekki að hafa fyrir. Síðan seldi ég þetta bréf þegar ég keypti íbúð og sá sem keypti bréfið gat haldið áfram sníkjum í krafti þess. Þarna var ég um tíma eins konar banki, örlítill að vísu, en bankarnir eru stórvirk sníkjudýr sem flest okkar fá að finna fyrir. Eigendur banka fá til sín það sem þeir reita af viðskiptavinunum í formi okurvaxta og verðbóta. Síðan í hruni hefur mest af þessum ránsfeng runnið í okkar sameiginlega ríkissjóð (sem nú er stjórnað af háþróuðum sníkjudýrum). Nú stendur til að selja hluti ríkisins í bönkunum svo valdir einstaklingar fái þar feitar sníkjur. Þriðja aðferð mannlegra sníkjudýra (sem ég hef ekki stundað) er að hafa fólk í vinnu á launum sem varla duga fórnarlambinu til að skrimta, en sníkjudýr verða spikfeit af. Nú hefur lúsum og flóm sem sníkja á mönnum að mestu verið útrýmt hér á landi með hreinlæti og eitri. En hvað getum við gert til að losna við þær mannlegu sníkjur sem hér hefur verið lýst? Í dýraríkinu er vel þekkt annars konar samband (symbiosis) ólíkra dýra þar sem báðir aðilar hagnast, nefnist samhjálp. Viðskipti manna eru þess konar ef báðir eru jafnréttháir og ekki hallast á annan. Til eru fyrirtæki, félög og stofnanir sem þjóna hagsmunum allra, en þeim hefur farið fækkandi vegna aukinna valda sníkjudýra sem öll dýrin hafa kosið yfir sig án þess að skilja afleiðingarnar. Hvað getum við gert til að efla samhjálp og útrýma sníkjum úr mannlegu samfélagi? Hjálp!
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar