Sníkjudýr Þorvaldur Örn Árnason skrifar 3. maí 2017 07:00 Heimurinn er fullur af sníkjudýrum (parasites). Fyrst koma upp í hugann lýs og flær sem geta lifað á fólki, sogið úr manni blóð og valdið óþægindum og leiðindum. Flest dýr geta orðið fyrir barðinu á einhverju sníkjudýri sem sýgur úr þeim næringu án þess að gefa neitt brúklegt til baka. Sá sem hýsir og fóðrar sníkjudýr kallast þá hýsill (host). Stundum ganga sníkjudýr af hýsli sínum dauðum en náttúran hefur þó komið því þannig fyrir að hýslar lifa flestir af þó þeir verði fyrir tjóni, enda skammgóður vermir fyrir sníkjudýrið að ganga af hýsli sínum dauðum. Sníkjudýrafræði er grein innan líffræði og hér á landi hafa sníkjudýrarannsóknir einkum farið fram á rannsóknastöðinni að Keldum. Menn geta líka verið sníkjudýr og sníkja þá af öðrum mönnum. Oftast gerir fórnarlambið sér ekki grein fyrir því enda getur sníkillinn verið víðsfjarri og á því orðið hýsill varla við. Í Orðabók Menningarsjóðs eru mennsk sníkjudýr skilgreind þannig: „Maður sem lifir sníkjulífi á öðrum eða samfélagsheildinni.“ Kannski er það allt sem segja þarf. Það sem mannleg sníkjudýr soga til sín og safna að sér er oft nefnt auður eða ríkidæmi og sníkjudýrin þá gjarna auðmenn. Svo eru líka gráðug sníkjudýr sem safna ekki auði heldur sóa auðæfunum jafnóðum í ýmiss konar neyslu og óhóf. Nú á dögum eru arður og okurvextir helstu tæki mannlegra sníkjudýra til að lifa á öðrum, og þau ganga svo nærri fórnarlömbunum að mörg þeirra líða skort og eru jafnvel við dauðans dyr. Sjálfur er ég sníkjudýr þó í litlum mæli sé. Ég erfði hlutabréf í fyrirtæki sem faðir minn byggði upp fyrir hálfri öld. Þetta bréf (sem er reyndar ekki bréf lengur heldur tala í tölvum bankakerfisins) er opinberlega skráð 12.000 kr. en samt gæti ég selt það á hundruð þúsunda (á 28-földu verði!). Svona lág skráning kemur sér vel fyrir þá sem mikið eiga og gætu lent í auðlegðarskatti, þá reiknast sá skattur af 12.000 kr. og yrði ekki hár.Fá milljónir án fyrirhafnar En er ég sníkjudýr þó ég eigi svona bréf? Jú reyndar, því árlega fæ ég greiddan arð af því án allrar fyrirhafnar, kr. 25.643 nú í ár. Þetta er arður af agnarsmáum hlut í viðkomandi fyrirtæki þannig að önnur sníkjudýr fá milljónir sendar heim árlega án fyrirhafnar. Lúsin þarf að hafa fyrir því að sjúga blóð, en ekki þessi sníkjudýr. Fórnarlömbin sem sníkt er af eru í þessu tilviki viðskiptavinir fyrirtækisins, sem er tryggingafyrirtæki. Hluti af iðgjöldum sem þeir greiða fer í veski okkar sem sníkjum á því. Fyrir u.þ.b. 20 árum var ég sníkjudýr af annarri tegund. Þá átti ég svokallað húsbréf um tíma og fékk til mín þá vexti og verðbætur sem lántakandi húsnæðisláns greiddi. Þetta var drjúgur peningur sem ég þurfti ekki að hafa fyrir. Síðan seldi ég þetta bréf þegar ég keypti íbúð og sá sem keypti bréfið gat haldið áfram sníkjum í krafti þess. Þarna var ég um tíma eins konar banki, örlítill að vísu, en bankarnir eru stórvirk sníkjudýr sem flest okkar fá að finna fyrir. Eigendur banka fá til sín það sem þeir reita af viðskiptavinunum í formi okurvaxta og verðbóta. Síðan í hruni hefur mest af þessum ránsfeng runnið í okkar sameiginlega ríkissjóð (sem nú er stjórnað af háþróuðum sníkjudýrum). Nú stendur til að selja hluti ríkisins í bönkunum svo valdir einstaklingar fái þar feitar sníkjur. Þriðja aðferð mannlegra sníkjudýra (sem ég hef ekki stundað) er að hafa fólk í vinnu á launum sem varla duga fórnarlambinu til að skrimta, en sníkjudýr verða spikfeit af. Nú hefur lúsum og flóm sem sníkja á mönnum að mestu verið útrýmt hér á landi með hreinlæti og eitri. En hvað getum við gert til að losna við þær mannlegu sníkjur sem hér hefur verið lýst? Í dýraríkinu er vel þekkt annars konar samband (symbiosis) ólíkra dýra þar sem báðir aðilar hagnast, nefnist samhjálp. Viðskipti manna eru þess konar ef báðir eru jafnréttháir og ekki hallast á annan. Til eru fyrirtæki, félög og stofnanir sem þjóna hagsmunum allra, en þeim hefur farið fækkandi vegna aukinna valda sníkjudýra sem öll dýrin hafa kosið yfir sig án þess að skilja afleiðingarnar. Hvað getum við gert til að efla samhjálp og útrýma sníkjum úr mannlegu samfélagi? Hjálp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Heimurinn er fullur af sníkjudýrum (parasites). Fyrst koma upp í hugann lýs og flær sem geta lifað á fólki, sogið úr manni blóð og valdið óþægindum og leiðindum. Flest dýr geta orðið fyrir barðinu á einhverju sníkjudýri sem sýgur úr þeim næringu án þess að gefa neitt brúklegt til baka. Sá sem hýsir og fóðrar sníkjudýr kallast þá hýsill (host). Stundum ganga sníkjudýr af hýsli sínum dauðum en náttúran hefur þó komið því þannig fyrir að hýslar lifa flestir af þó þeir verði fyrir tjóni, enda skammgóður vermir fyrir sníkjudýrið að ganga af hýsli sínum dauðum. Sníkjudýrafræði er grein innan líffræði og hér á landi hafa sníkjudýrarannsóknir einkum farið fram á rannsóknastöðinni að Keldum. Menn geta líka verið sníkjudýr og sníkja þá af öðrum mönnum. Oftast gerir fórnarlambið sér ekki grein fyrir því enda getur sníkillinn verið víðsfjarri og á því orðið hýsill varla við. Í Orðabók Menningarsjóðs eru mennsk sníkjudýr skilgreind þannig: „Maður sem lifir sníkjulífi á öðrum eða samfélagsheildinni.“ Kannski er það allt sem segja þarf. Það sem mannleg sníkjudýr soga til sín og safna að sér er oft nefnt auður eða ríkidæmi og sníkjudýrin þá gjarna auðmenn. Svo eru líka gráðug sníkjudýr sem safna ekki auði heldur sóa auðæfunum jafnóðum í ýmiss konar neyslu og óhóf. Nú á dögum eru arður og okurvextir helstu tæki mannlegra sníkjudýra til að lifa á öðrum, og þau ganga svo nærri fórnarlömbunum að mörg þeirra líða skort og eru jafnvel við dauðans dyr. Sjálfur er ég sníkjudýr þó í litlum mæli sé. Ég erfði hlutabréf í fyrirtæki sem faðir minn byggði upp fyrir hálfri öld. Þetta bréf (sem er reyndar ekki bréf lengur heldur tala í tölvum bankakerfisins) er opinberlega skráð 12.000 kr. en samt gæti ég selt það á hundruð þúsunda (á 28-földu verði!). Svona lág skráning kemur sér vel fyrir þá sem mikið eiga og gætu lent í auðlegðarskatti, þá reiknast sá skattur af 12.000 kr. og yrði ekki hár.Fá milljónir án fyrirhafnar En er ég sníkjudýr þó ég eigi svona bréf? Jú reyndar, því árlega fæ ég greiddan arð af því án allrar fyrirhafnar, kr. 25.643 nú í ár. Þetta er arður af agnarsmáum hlut í viðkomandi fyrirtæki þannig að önnur sníkjudýr fá milljónir sendar heim árlega án fyrirhafnar. Lúsin þarf að hafa fyrir því að sjúga blóð, en ekki þessi sníkjudýr. Fórnarlömbin sem sníkt er af eru í þessu tilviki viðskiptavinir fyrirtækisins, sem er tryggingafyrirtæki. Hluti af iðgjöldum sem þeir greiða fer í veski okkar sem sníkjum á því. Fyrir u.þ.b. 20 árum var ég sníkjudýr af annarri tegund. Þá átti ég svokallað húsbréf um tíma og fékk til mín þá vexti og verðbætur sem lántakandi húsnæðisláns greiddi. Þetta var drjúgur peningur sem ég þurfti ekki að hafa fyrir. Síðan seldi ég þetta bréf þegar ég keypti íbúð og sá sem keypti bréfið gat haldið áfram sníkjum í krafti þess. Þarna var ég um tíma eins konar banki, örlítill að vísu, en bankarnir eru stórvirk sníkjudýr sem flest okkar fá að finna fyrir. Eigendur banka fá til sín það sem þeir reita af viðskiptavinunum í formi okurvaxta og verðbóta. Síðan í hruni hefur mest af þessum ránsfeng runnið í okkar sameiginlega ríkissjóð (sem nú er stjórnað af háþróuðum sníkjudýrum). Nú stendur til að selja hluti ríkisins í bönkunum svo valdir einstaklingar fái þar feitar sníkjur. Þriðja aðferð mannlegra sníkjudýra (sem ég hef ekki stundað) er að hafa fólk í vinnu á launum sem varla duga fórnarlambinu til að skrimta, en sníkjudýr verða spikfeit af. Nú hefur lúsum og flóm sem sníkja á mönnum að mestu verið útrýmt hér á landi með hreinlæti og eitri. En hvað getum við gert til að losna við þær mannlegu sníkjur sem hér hefur verið lýst? Í dýraríkinu er vel þekkt annars konar samband (symbiosis) ólíkra dýra þar sem báðir aðilar hagnast, nefnist samhjálp. Viðskipti manna eru þess konar ef báðir eru jafnréttháir og ekki hallast á annan. Til eru fyrirtæki, félög og stofnanir sem þjóna hagsmunum allra, en þeim hefur farið fækkandi vegna aukinna valda sníkjudýra sem öll dýrin hafa kosið yfir sig án þess að skilja afleiðingarnar. Hvað getum við gert til að efla samhjálp og útrýma sníkjum úr mannlegu samfélagi? Hjálp!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar