Umbætur Magnús Guðmundsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun