
Hugleiðing um íslenska heilbrigðiskerfið
Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.
Nýr Landspítali
Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika.
Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.
Ábyrgð stjórnvalda
Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun.
Skoðun

Lýðheilsulög?
Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar

Hvati til orkuskipta
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar

80 dauðsföll á þessu ári
Sigmar Guðmundsson skrifar

Lægstu barnabætur aldarinnar?
Kristófer Már Maronsson skrifar

Hvað gera bændur nú?
Trausti Hjálmarsson skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Sjúkraliðar mættir til leiks
Sandra B. Franks skrifar

Íslendingar standa ekki gegn hatri
Þórarinn Hjartarson skrifar

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar
Erna Bjarnadóttir skrifar

Svandís sýndi á spilin
Birgir Dýrfjörð skrifar

Sumar hinna háu sekta
Ingvar Smári Birgisson skrifar

Má Landsvirkjun henda milljörðum?
Rafnar Lárusson skrifar

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar
Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar

Vindmyllur á Íslandi
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Verndun villtra laxastofna
Bjarni Jónsson skrifar

Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík
Skúli Helgason skrifar

Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Háskólar 21. aldarinnar
Davíð Þorláksson,Katrín Atladóttir skrifar

Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Auðlindin okkar – andsvar
Daði Már Kristófersson skrifar